Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Pourquoi Pas Borgarnes - An Icelandic short film

Þessi stuttmynd dregur fram þýðingu listar á landsbyggðinni. Markmiðið er að sýna mikikilvægi listar í litlum samfélögum. Íbúar í Borgarnesi segja okkur af hverju þeir þarfnast listarinnar og hvaða drauma þeir hafa fyrir framtíðina.

FÓLKIÐ Í BORGARNESI

Við tókum viðtöl við íbúa í Borgarnesi og spurðum hvernig list hefur haft áhrif á líf þeirra eða hvernig hún hefur breytt lífi þeirra. 
Þessi mynd er svar þeirra við því af hverju listin er nauðsynleg í lífinu og hvernig þeir sjá fyrir sér fyrirmyndar menningarsamfélag. 
Viðtölin sýna hvernig viðmælendur meta listir og menningu. 
Allir hlutar myndarinnar voru teknir upp í Borgarnesi og nágrenni í samvinnu við vini og samfélagið. Afraksturinn gefur vísbendingu um hvað það er sem íbúar vilja fá út úr listastarfi og er upphafið að því að móta framtíðar verkefnin. 

Legðu verkefninu lið hér