Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

SÝNING Á ATON HÚSGÖGNUM Í NORSKA HÚSINU

Sýning um húsgagnasmiðjuna ATON, sem starfrækt var í Stykkishólmi á árunum 1968-1975, var opnuð 27. maí, í Norska húsinu í Stykkishólmi og mun standa til áramóta.

Sýning um húsgagnasmiðjuna ATON, sem starfrækt var í Stykkishólmi á árunum 1968-1975, var opnuð 27. maí, í Norska húsinu í Stykkishólmi og mun standa til áramóta. 

Þau Dagbjartur Stígsson og Hrafnhildur Ágústsdóttir stofnuðu Aton húsgagnasmiðuna á sínum tíma. Þau í Aton unnu mikið með íslenskt hráefni, t.d. birki og íslenska ull. Þekktasta framleiðsla þeirra var ruggustóll sem margir þekkja og eiga enn í dag. Ruggustóllinn var kallaður Ábóti og byggir hönnun hans á ruggustól sem Hrafnhildur hafði erft frá ömmu sinni. Aton framleiddi m.a. húsgögn fyrir Húsgagnahöllina, kaffiteríuna á Hótel Loftleiðum og Bautann á Akureyri en auk þess var sérstök Aton deild í JL húsinu í Reykjavík á sínum tíma. 

Sýningin mun standa til áramóta og í sumar verður hún opin alla daga frá kl. 11-18.