Snæfellsnes Ísland í hnotskurn

Snæfellsnes býður upp á fjölbreytt og töfrandi landslag.
Nesið er um 90 km langt prýtt háum og oft á tíðum hrikalegum fjallgarði, sem mótast hefur við eldgos og jökulrof. Yst á fjallgarðinum trónir hinn dulmagnaði Snæfellsjökull og umhverfis hann er yngsti þjóðgarður landsins, Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull. Á Snæfellsnesi má finna ölkeldur, hvítar strendur, lífleg fuglabjörg, skemmtileg þorp og bæi. Brim og eyjar, einstakar gönguleiðir og fjölbreytt afþreying gerir ferð á Snæfellsnes sannarlega að ævintýri.

summit-adventure-guides.jpg
Snæfellsnes
GPS punktar N64° 52' 16.477" W23° 1' 11.711"
Póstnúmer

340,350,355,356,360

Fólksfjöldi

3700

Snæfellsnes - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Golfklúbburinn Vestarr
Golfvellir
 • Grundargata 84
 • 350 Grundarfjörður
 • 847-8759, 847-8759
Golfklúbburinn Jökull
Golfvellir
 • Fróðá
 • 355 Ólafsvík
 • 861-9640
Ragnhildur Blöndal
Ferðaskrifstofur
 • Gröf
 • 356 Snæfellsbær
 • 435-6805
Söguferðir Sæmundar Kristjánssonar
Gönguferðir
 • Rif
 • 360 Hellissandur
 • 436-6767, 893-9797
Samkomuhúsið Arnarstapa
Upplýsingamiðstöðvar
 • Félagsheimilið Snæfell, Arnarstapa
 • 356 Snæfellsbær
 • 435-6611, 615-1962
Ragnhildur Sigurðardóttir
Ferðaskipuleggjendur
 • Álftavatn
 • 356 Snæfellsbær
 • 848-2339
Hvítahús
Sýningar
 • Krossavík
 • 360 Hellissandur
 • 845-1780
HorseRidingIceland.is
Ferðaskrifstofur
 • Gröf
 • 356 Snæfellsbær
 • 897-2256
Gallerí Lundi
Handverk og hönnun
 • Aðalgötu 6a
 • 340 Stykkishólmur
 • 893-5588
Sögustofan
Setur og menningarhús
 • Sæból 13
 • 350 Grundarfjörður
 • 893-7714
Bókasafnið Stykkishólmi
Bóka- og skjalasöfn
 • Hafnargata 7
 • 340 Stykkishólmur
 • 433-8160
Gistiheimilið Kast
Gistiheimili
 • Lýsudalur
 • 356 Snæfellsbær
 • 693-4739, 893-4515
Brimhestar
Gistiheimili
 • Brimilsvellir
 • 356 Snæfellsbær
 • 436-1533, 864-8833
Gallerí Braggi
Handverk og hönnun
 • Aðalgötu 28
 • 340 Stykkishólmur
 • 893-5588 , 438-1808
Þórunn Hilma Svavarsdóttir
Ferðaskipuleggjendur
 • Neðri-Hóll
 • 356 Snæfellsbær
 • 893-5240
Guðrún Lára Pálmadóttir
Ferðaskipuleggjendur
 • 862-6362
Golfklúbburinn Mostri
Golfvellir
 • Aðalgata 29
 • 340 Stykkishólmur
 • 438-1075
Way Out West ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Garðaflöt 10
 • 340 Stykkishólmur
 • 834-7000

Aðrir

Hvítahúsið
Sumarhús
 • Skjöldur, Helgafellssveit
 • 340 Stykkishólmur
Gistiheimilið Virkið
Gistiheimili
 • Hafnargata 11, Rif
 • 360 Hellissandur
Ferðaþjónustan Setbergi
Einkagisting
 • Setberg
 • 350 Grundarfjörður
 • 438-6817, 866-1077
Gíslabær á Hellnum
Gistiheimili
 • Gíslabær, Hellnum
 • 356 Snæfellsbær
 • 435-6886, 867-7903
Félagsheimilið Skjöldur
Svefnpokagisting
 • Helgafellssveit
 • 340 Stykkishólmur
 • 841-9478
Hálsaból Sumarhús
Sumarhús
 • Borgarbraut 6
 • 350 Grundarfjörður
 • 864-0366, 847-6606
Heimagisting Skálholti
Einkagisting
 • Skálholt 6
 • 355 Ólafsvík
 • 867-9407, 436-1117
Stundarfriður
Sumarhús
 • Hólar 1
 • 340 Stykkishólmur
Brimhestar
Gistiheimili
 • Brimilsvellir
 • 356 Snæfellsbær
 • 436-1533, 864-8833
Gistiheimilið Kast
Gistiheimili
 • Lýsudalur
 • 356 Snæfellsbær
 • 693-4739, 893-4515
Gistiheimilið Hof
Gistiheimili
 • Hofgarðar
 • 356 Snæfellsbær
 • 846-3897
Hótel Breiðafjörður
Hótel
 • Aðalgata 8
 • 340 Stykkishólmur
 • 433-2200, 861-2517
Welcome Hótel Hellissandur
Hótel
 • Klettsbúð 9
 • 360 Hellissandur
 • 487-1212
Hraunháls
Sumarhús
 • Hraunháls
 • 340 Stykkishólmur
Tjaldsvæðið Hellissandi
Tjaldsvæði
 • við Sandahraun
 • 360 Hellissandur
 • 433-6929
Langey - Heimagisting
Einkagisting
 • Víkurgata 5
 • 340 Stykkishólmur
 • 898-1457
Heimagisting Ölmu
Einkagisting
 • Sundabakki 12
 • 340 Stykkishólmur
 • 438-1435, 848-9833, 894-9542
Snoppa Íbúðagisting
Einkagisting
 • Grundargata 18 n.h.
 • 350 Grundarfjörður
 • 897-6194, 868-5167
Hólmur Inn
Einkagisting
 • Skúlagata 4
 • 340 Stykkishólmur
 • 899-9144

Aðrir

59 Bistro Bar
Kaffihús
 • Grundargata 59
 • 350 Grundarfjörður
 • 438-6446
Olís - Þjónustustöð
Kaffihús
 • Aðalgata 25
 • 340 Stykkishólmur
 • 438-1254
N1 - Þjónustustöð (Hraðbúð)
Kaffihús
 • við Sandahraun
 • 360 Hellissandur
 • 436-6611
Samkaup Úrval (grill, bensínstöð, verslun)
Kaffihús
 • Grundargata 38
 • 350 Grundarfjörður
 • 438-6700
Skúrinn Veitingahús
Veitingahús
 • Þvervegur 2
 • 340 Stykkishólmur
 • 544-4004
Brauðgerðarhús Nesbrauð
Kaffihús
 • Nesvegur 1
 • 340 Stykkishólmur
 • 438-1830, 858-7633
Söluskáli ÓK
Kaffihús
 • Ólafsbraut 27
 • 355 Ólafsvík
 • 436-1012
Stykkið Pizzagerð
Veitingahús
 • Borgarbraut 1
 • 340 Stykkishólmur
 • 438-1717
Veitingahúsið Hraun
Veitingahús
 • Grundarbraut 2
 • 355 Ólafsvík
 • 431-1030
Samkomuhúsið Arnarstapa
Upplýsingamiðstöðvar
 • Félagsheimilið Snæfell, Arnarstapa
 • 356 Snæfellsbær
 • 435-6611, 615-1962
Grillið
Skyndibiti
 • Ólafsbraut 19
 • 355 Ólafsvík
 • 436-1362
Saga og menning
Ingjaldshóll

Ingjaldshóll var höfuðból og höfðingjasetur í margar aldir og kemur við sögu í Víglundarsögu og Bárðar sögu Snæfellsáss.

Þar varð snemma kirkjustaður og lögskipaður þingstaður og þá um leið aftökustaður sakamanna.

Kirkjan á Ingjaldshóli er elsta steinsteypta kirkja heims sem var reist 1903.

Náttúra
Djúpalónssandur

Djúpalónssandur er skemmtileg malarvík með ýmsum furðulegum klettamyndunum.

Á árum áður var þar útgerð og verbúðarlíf og þótti mönnum þar reimt. Frá þeim tíma eru 4 aflraunasteinar sem liggja undir kletti þegar komið er niður á sandströndina; Fullsterkur 154 kg, Hálfsterkur 100 kg, Hálfdrættingur 54 kg, Amlóði 23 kg. Vinsælt er að reyna krafta sína á steinunum.

Breski togarinn Epine GY 7 frá Grímsby fórst í aftakaveðri fyrir utan Djúpalónssand í mars 1948. Fimm skipsverjar lifðu slysið af en 14 manns fórust. Járn úr skipinu er á víð og dreif um sandinn.

Náttúra
Snæfellsjökull

Snæfellsjökull er 1446 m hár og hefur oft verið kallaður konungur íslenskra fjalla. Jökullinn sért Víða á landinu og njóta margir fegurðar hans í fallegu sólsetri. Sumir finna sterk áhrif frá jöklinum og telja að hann sé ein af sjö stærstu orkustöðvum jarðar. Sagt er frá því í Bárðar sögu Snæfellsáss að Bárður hafi gefist upp á samneyti við fólk og að lokum gengið í jökulinn Upp frá því er Bárður af sumum talinn verndari svæðisins. Þeim sem hyggja á ferðir á Snæfellsjökul er bent á að kynna sér vel aðstæður og ástand jökulsins. Tilmælum er beint til ökumanna snjósleða og jeppa að leitast við að trufla ekki umferð gangandi fólks á jöklinum. Óvönu fólki er bent á að ganga á jökulinn með leiðsögumanni en nokkur fyrirtæki bjóða uppá ferðir á Jökulinn.

Náttúra
Ytri Tunga

Fjaran við bæinn Ytri-Tungu er tilvalinn staður til að skoða seli. Besti tíminn til selaskoðunar er í júní og júlí.

Saga og menning
Sönghellir

Sönghellirinn er norðan við Stapafell. Kunnur fyrir bergmál sitt,

Náttúra
Gatklettur

Gatklettur eru leifar af berggangi þar sem sjórinn hefur rofið sérstætt gat á bergganginn. Mikið fuglalíf og brim er við Gatklett.

Náttúra
Helgafell

Fornfrægt fjall (73 m) þaðan er fagurt útsýni yfir Breiðafjörð.

Þjóðtrúin segir að þrjár óskir uppfyllist ef maður lítur aldrei um öxl og mælir ekki orð af munni meðan gengið er á fjallið. Óskirnar mega einungis vera góðs hugar, engum má segja þær og biðjandi þarf að horfa til austurs.

Upp á Helgafelli er útsýnisskífa svo auðvelt er að átta sig á fjallahringnum.

Núverandi kirkja á Helgafelli var reist 1903 og tekur 80 manns í sæti.

Guðrún Ósvífursdóttir, ein helsta sögupersóna Laxdælu bjó síðari hluta ævi sinnar á Helgafelli. Þar var hún greftruð að írskum sið. Á leiðinu er minnisvarði gerður úr steini úr Helgafelli með ártalinu 1008, en steinninn var settur á leiðið 1979.

Árið 1184 var klaustur af Ágústínusarreglu flutt frá Flatey að Helgafelli og eftir það var staðurinn menntasetur og höfuðstaður bóklegrar iðju á Vesturlandi.

Upp á Helgafelli er tóft, hlaðinn úr hellugrjóti sem talin er vera rúst af kapellu munkanna.

Náttúra
Vatnshellir

Vatnshellir er hraunhellir í suðurhlíðum Purkhólahrauns. Hellirinn er talinn vera um 5-8000 ára gamall. Vatnshellir er um 200 m langur og þar er hátt til lofts og vítt til veggja. Hellirinn hefur verið gerður aðgengilegur með hringstiga en umferð um hann er aðeins leyfð með leiðsögn.

Hraunhellar myndast meðan hraunið rennur og það er enn að storkna og kólna. Þeir verða til þegar kvika tæmist úr lokaðri hraunrás, þegar hraunhella lyftist eða þegar kvika sígur undan storknuðu yfirborði. Nokkrir stórir dropsteinar hafa myndast í hellinum sem hafa verið lagfærðir eftir skemmdir.

Á sumrin eru ferðir daglega milli 10:00 og 18:00, á veturnar 2 ferðir á dag. Skráning og nánari upplýsingar í síma, á netfangi vatnshellir@vatnshellir.is, vefsíða: www.vatnshellir.is.

Nauðsynlegt er að vera vel klæddur og með hanska því kalt er í hellinum. Hjálmar og höfuðljós eru útveguð af leiðsögumönnum. Ferð í Vatnshelli tekur um klukkustund.

Náttúra
Lóndrangar

Óvenju formfagrir tveir basalt klettadrangar, fornir gígtappar, sem rísa úti við ströndina. Hærri drangurinn er 75 m og hinn minni 61 m.

Áður fyrr var útræði hjá Lóndröngum og sagt er að 12 skip hafi verið gerð þaðan út þegar mest var. Lendingin var fyrir austan hærri dranginn og heitir þar Drangsvogur.

Lundar og fílar verpa í brekkum ofan við bjargbrúnir.

Náttúra
Drápuhlíðarfjall

Drápuhlíðarfjall er 527 m, litskrúðugt og sérkennilegt fjall blasir við þegar keyrt er eftir þjóðvegi 54 í nánd við Stykkishólm.

Í fjallinu er bæði basalt og líparít. Surtarbrandur milli blágrýtislaga og steingerðir trjábolir. Mikið um brennisteinskís og ýmsa sérkennilega steina, japis og glerhalla.

Talið var að gull væri í fjallinu og þess var leitað en magnið þótti of lítið.

Eftir miðja síðustu öld var vinsælt að taka grjót úr Drápuhliðarfjalli og nota í arinhleðslur en grjóttaka er algjörlega bönnuð í dag.

Náttúra
Saxhóll

Saxhóll er gígur á vestanverðu Snæfellsnesi.

Gönguleið er upp á Saxhól og þaðan er mjög góður útsýnisstaður.

Saga og menning
Viti - Öndverðarnesviti

Árið 1909 var fyrsti vitinn reistur á Öndverðarnesi. Vitinn var stólpaviti en árið 1914 var reist 2,5 metra há timburklædd járngrind með 2,4 m háu áttstrendu ljóshúsi.

Steinsteyptur viti var síðan byggður að Öndverðarnesi árið 1973. Vitinn er ferstrendur 3,5 metra hár með 3 m háu áttstrendu ljóshúsi. Vitinn er sömu gerðar og Surtseyjarviti sem reistur var sama ár. Aðalsteinn Júlíusson verkfræðingur hannaði vitann.

Upplýsingar eru fengnar úr bókinni Vitar á Íslandi, útgefandi Siglingastofnun Íslands, 2002.

Saga og menning
Viti - Malarrifsviti

Árið 1917 var reistur 20 m hár járngrindarviti yst á Malarrifi, nálægt Lóndröngum á Snæfellsnesi.

Árið 1946 var byggður nýr steinsteyptur viti í stað járngrindarvitans. Vitinn er 20,2 m hár sívalur turn. Fjórir stoðveggir eru upp með turninum. Í vitanum eru fimm steinsteypt milligólf með tréstiga milli hæða. Ágúst Pálsson arkitekt hannaði vitann.

Íbúðarhús fyrir vitavörð var reist við Malarrifsvita árið 1948 en Starfsmannafélag Siglingastofnunar Íslands fékk húsið til afnota árið 1999.

Malarrifsviti var friðaður árið 2003 ásamt sex örðum vitum þegar haldið var upp á að 125 ár voru frá því að fyrsti vitinn var reistur.

Upplýsingar eru meðal annars fengnar úr Vitar á Íslandi, útgefandi Siglingastofnun Íslands árið 2002.

Saga og menning
Staðastaður

Staðastaður er prestsetur og þar var prestur Ari fróði árin 1076-1148. Hann er þekktur fyrir ritun sína á Íslendingabók, sem er elsta og eitt merkasta sagnfræðirit Íslendingasögunnar. Minnisvarði um Ara fróða eftir Ragnar Kjartansson stendur skammt frá kirkjunni.Núverandi kirkja er steinsteypt reist á árunum 1942- 1945.

Sögusviðið í Kristnihaldi undir Jökli eftir Halldór Kiljan Laxness er að nokkru leiti komið til á Staðastað.

Náttúra
Kirkjufell

Kirkjufell er fjall (463 m y.s.) í Eyrarsveit við vestanverðan Grundarfjörð á norðanverðu Snæfellsnesi, Íslandi. Kirkjufell er stundum lýst sem einu sérkennilegasta ef ekki fegursta fjalli á Snæfellsnesi.

Hægt er að ganga í kringum fjallið, sem tekur um þrjá klukkutíma. Óvönu fjallafólki er ráðið frá uppgöngu þó fjallið sé ágætlega kleift.

Saga og menning
Fiskibyrgi

Skammt frá Gufuskálum má finna rústir á annað hundrað byrgja þar sem fiskur var þurrkaður og geymdur en á Gufuskálum var verstöð.

Byrgi þessi eru talin vera 500 - 700 ára gömul.

Um 10 min. ganga er frá veginum við Gufuskála (vegnúmer 574) upp að nokkuð heillegu byrgi sem má skríða inn í. Að innan er byrgið manngengt.

Náttúra
Arnarstapi

Á Arnarstapa var áður fyrr kaupstaður og mikið útræði og lendingin var talin ein sú besta undir Jökli.

Arnarstapi er vinsæll ferðamannastaður, þar er tjaldsvæði, gistihús og veitingastaður. Þaðan er einnig boðið er upp á ferðir á Snæfellsjökul.

Ströndin milli Arnarstapa og Hellna er friðland síðan 1979. Gönguleiðin þar á milli er að hluta gömul reiðgata.

Steinlistaverkið Bárður Snæfellsás eftir Ragnar Kjartansson myndhöggvara setur mikinn svip á svæðið..

Smábátahöfnin var endurbætt árið 2002 og er í dag eina höfnin á sunnanverðu Snæfellsnesi. Þaðan koma menn af ýmsum stöðum á landinu og gera út dagróðrabáta yfir sumartímann.

Náttúra
Bárðarlaug

Bárðarlaug er sporöskjulaga tjörn í gjallgíg vestanvert við veginn að Hellnum.

Sagan segir að Bárðarlaug sé baðstaður Bárðar Snæfellsáss. Bárður var af risaættum, stór og sterkur. Hann nam land á Snæfellsnesi og kallaði jökulinn Snjófell og Snæfellsnesið Snjófallaströnd.

Hann lenti í útistöðum við frændur sína og nágranna og lét sig hverfa en talið er að hann hafi gengið í jökulinn. Upp frá því fóru menn að ákalla hann og hlaut hann þá nafnið Snæfellsás.

Á Arnarstapa er áberandi hlaðið minnismerki um Bárð Snæfellsás eftir listamanninn Ragnar Kjartansson. Eftir að hafa litið á listaverkið er auðskilið að hann hafi þurft stóra baðaðstöðu!

Náttúra
Hellnar

Hellnar var um aldir ein af stærstu verstöðvunum á Snæfellsnesi.

Bergrani austan við höfnina heiti Valasnös þar er hin rómaði hellir sem nefnist Baðstofa. Litbrigði í hellinum eru mjög breytileg eftir birtu og sjávarföllum, fallegastur er hann talinn vera snemma morguns í sólskini á háflóði.

Ásgrímsbrunnur á Hellnum kenndur við Ásgrím Hellnaprest (1758-1829). Hann hjó brunn í bergið þar sem aldrei hafði áður verið vatn.

Hellnar er vinsæll áningarstaður ferðamanna í mestu nálægð jökulsins, þar er hótel, kaffihús og gestastofa Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls.

Saga og menning
Viti - Svörtuloftaviti

Árið 1914 var reistur 10 m hár járngrindarviti með 2,3, m ljóshúsi yst á Skálasnaga á Svörtuloftum vestast á Snæfellsnesi. Thorvald Krabbe teiknaði mannvirkið.

Vitinn entist í 17 ár þá var hann orðinn mjög ryðbrunninn og þótti ekki lengur treystandi.

Árið 1931 var tekinn í notkun nýr viti sá var steinsteyptur, ferstrendur 9,5 m hár. Benedikt Jónsson verkfræðingur hannaði vitann.

Upplýsingar eru fengnar úr bókinni Vitar á Íslandi, útgefandi er Siglingastofnun Íslands árið 2002.

Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
Sjá lista Sjá kort

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 6.600 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík