Fara í efni

Áfangastaða- og Markaðssvið SSV (Á&M) vinnur að margvíslegum ferðamálatengdum verkefnum með hagaðilum á Vesturlandi. Ýmist er um „sífelluverkefni" að ræða þar sem sama verkefnið er gegnum gangandi ár eftir ár - eða „sprettverkefni" þar sem verkefnið hefur skilgreindan verkefnisramma; upphaf- endi og afurð. 

„Sífelluverkefni"

Verkefni sem falla undir markmið, hlutverk og áherslur í reglulegri starfsemi Á&M og unnið er að eftir því sem ástæður og efni standa til á hverjum tíma. 

„Sprettverkefni"

Þróunarverkefni þar sem verkefnið hefur skilgreindan verkefnisramma; upphaf – endi og afurð - þar sem unnið er að þróun á einhverri afurð sem styrkir, styður og eflir ferðaþjónustu og áfangastaðinn Vesturland.

Ferðapakkar/ferðaleiðir

ÁSV kemur að þróun á ferða- og þemaleiðum um svæðin fjögur á Vesturlandi, þ.e. svæðið sunnan Skarðsheiðar, Borgarfjörð, Snæfellsnes og Dali. Ferðaleiðirnar eru ákveðnar leiðir um svæðin þar sem notast er við þemu og sérstöðu til þess að draga fram sérstaka upplifun fyrir gesti svæðisins. Þátttaka í ferðaleiðum felur í sér að hag- og þjónustuaðilar komi sér saman um ákveðin gildi og framsetningu sem varða aðgengi og þjónustu til þess að móta heildræna upplifun fyrir gestinn. Ferðaleiðir styrkja ímynd svæða, koma sérstöðu svæðisins á framfæri og styðja við markaðsetningu.

Sprettverkefni - Staðbundnar leiðbeiningar / Community guidelines fyrir Akranes

Febrúar-júní 2022: Þróun og útfærsla staðbundinna leiðbeininga (community guidelines) fyrir skipafarþega sem koma í höfn á Akranesi. 

Áfanga- og markaðssvið SSV ásamt Akraneskaupstað og Faxaflóahöfnum tóku þátt í samstarfsverkefni um gæði í móttöku á skemmtiferðaskipum á Akranesi. Þetta var NORA verkefni sem kom í gegn um Ferðamálastofu og var samstarfsverkefni við The Association of Arctic Expedition Cruise Operators (AECO), þar sem þeir vinna með nokkrum höfnum á Íslandi, Noregi, Færeyjum og Grænlandi.

Verkefnið gekk út á að heimamenn, þar sem skemmtiferðaskipa koma í höfn, lögðu línurnar og mótuðu stefnu um hvernig þeir vilja taka á móti farþegum skemmtiferðaskipa sem heimsækja svæðið, þannig að gestirnir njóti heimsóknarinnar og samfélagið njóti ávinnings af gestamóttökunni.

Verkefnið fólst í því að móta og setja upp „leiðbeiningar / community guidelines" fyrir móttöku skemmtiferðaskipa og gesta sem heimsækja viðkomandi stað. Viðfangsefnið var að sammælast um staðbundnar leiðbeiningar sem bæði heimamenn og gestir geta fylgt sáttir. 

Hvernig vilja heimamenn bjóða skipagesti velkomna;

  • Hvers væntum við af heimsókn skipagesta inn í okkar samfélag?
  • Hvað viljum við leggja áherslu á varðandi ásýnd og móttökur skipagesta?
  • Hvað viljum við kynna fyrir skipagestum að sé í boði að skoða, sjá og upplifa?
  • Hvert viljum við beina skipagestum og hvernig ætlum við að taka á móti þeim?

Verkefnisáætlun var sett upp sem miðaði að því að vekja athygli fólks á tækifærunum sem felast í að taka á móti skipafarþegum og hvetjum þjónustuaðila til að taka þátt í þessu verkefni um stefnumótun og vöruþróun sem varðar móttöku skemmtiferðaskipa.

Hér má sjá helstu vörður verkefnisins:

Net-kynning 11. febrúar

Kynningin var send út í beinu streymi á Facebooksíðu Markaðsstofu Vesturlands þann 11. febrúar kl. 10:00.

Hér má nálgast kynninguna á FB!

Vinnustofa á Akranesi 1. mars

Vinnustofan er annar liður verkefnisins og var hún haldin á Akranesi þann 1. mars, þar sem saman komu helstu aðilar sem að verkefninu koma ásamt áhugasömum hagaðilum sem fengu tækifæri til að taka þátt í að setja saman ákveðnar viðmiðunarreglur fyrir gesti skemmtiferðaskipa á Akranesi og gestgjafa þeirra.

Dagskrá vinnustofu 

13:00 - 13:05 Vinnusmiðja byrjar

13:05 - 13:15 Kynning Markaðsstofu Vesturlands

13:15 - 13:30 Kynning á AECO og uppsetningu á viðmiðunarreglum

13:30 - 14:20 Umræður um ferðaþjónustu og áskoranir í ferðaþjónustu á Akranesi

14:20 - 14:35 Stutt hlé

14:35 - 15:30 Þátttakendum er skipt í hópa sem vinna að lausnum á áðurnefndum áskorunum í formi viðmiðunarreglna

15:30 - 15:50 Þátttakendur kynna sínar niðurstöður

15:50 - 16:00 Umræður um innleiðingu á viðmiðunarreglum og næstu skref

16:00 Vinnusmiðja endar

Lokaafurð

Staðbundinn leiðarvísir veitir gestum hjálpleg tilmæli áður en komið er á hvern stað. Hann inniheldur ábendingar um hvert sé best að fara og ráð um hvernig eigi að vera tillitsamur gestur. Meðal annars hvetur leiðarvísirinn gesti til að njóta bæjarins og landslagsins, en láta gróður, dýr og menningararf ósnortna. Gestum er bent á að um að biðja um leyfi áður en þeir taka myndir af bæjarbúum, til þess að forðast að rjúfa friðhelgi þeirra. Leiðarvísirinn bendir einnig á markverða staði og gönguleiðir.

Eignarhald bæjarbúa er lykilatriði - Allir þeir leiðarvísar sem búnir voru til á Íslandi, voru gerðar af bæjarbúum, eftir skapalóni og með aðstoð frá samtökum leiðangursskipa á norðurslóðum (AECO).

Ilja Leo Lang, Verkefnastjóri samfélagsþátttöku hjá AECO, sem hefur unnið að gerð leiðarvísanna segir að „framtak og þátttaka bæjarbúa við gerð leiðarvísanna er lykillinn að velgengni. Það hefur verið hreint ótrúlegt að vera vitni að vinnusemi bæjarbúa í þessu ferli. Ef ég hef lært eitthvað af þátttökunni í hinum mörgu vinnustofum þá er það mikilvægi þess að koma fólki saman og skapa rými til þess að ræða ferðaþjónustu, hvað má og hvað má ekki – og að sjá hvernig slíkar umræður skapa betri skilning, meiri þátttöku og eignarhald.“

AECO hefur innleitt margar leiðbeiningar, staðla og verkfæri til þess að tryggja umhverfisvænar, öruggar og tillitssamar leiðangurssiglingar á Íslandi. Þar má nefna rakningu skipa, mat á starfsfólki um borð og eftirlit, auk þess að þróa staðbundna leiðarvísa á Svalbarða, Grænlandi, Kanada og Noregi. Það er frábært að sjá fleiri bæjarfélög á Íslandi taka þetta verkfæri í notkun og gera að sínu. Það er einnig mikilvægt að nefna að öll þau bæjarfélög sem þróað hafa leiðarvísa hafa ákveðið að þeir séu ekki aðeins fyrir gesti á skemmtiferðaskipum, heldur fyrir allt það ferðafólk sem heimsækir bæinn.

Alla staðbundna leiðarvísa og aðrar leiðbeiningar má finna á heimasíðu AECO.

Afurð verkefnisins má sjá hér: Community Guideslines for Akranes

 

Ferðapakkar/ferðaleiðir á Akranesi, Hvalfirði og Kjós

Okkur fannst NORA-verkefnið (þróun og útfærsla á "community guidelines") vera kjörið tækifæri til að hvetja þjónustuaðila á svæðinu til samstarfs við að gera ferðapakka til að bjóða skipafarþegum. Við ákváðum því að bjóða samstarfsaðilum Á&M upp á að taka þátt í sprettverkefni í vöruþróun til að setja saman nokkra upplifunar-, þjónustu- og ferðapakka sem henta skipafarþegum sem koma í land á Akranesi. Þá erum við aðallega að horfa til þjónustuaðila sem starfa á Akranesi, Hvalfirði og Kjós – eða á því svæði sem ætla má að geti boðið skipagestum upp á upplifun og ferðapakka meðan skipið stoppar í höfn á Akranesi.

Vinnusmiðja á Laxárbakka 21. mars

Í framhaldi af NORA verkefninu var haldin vinnusmiðja á Hótel Laxárbakka þann 21. mars, kl. 13:30-15:30 þar sem öllum þjónustuaðilum á Akranesi og nágrenni, Hvalfirði og Kjós var boðið að taka þátt í "sprettverkefni" í vöruþróun til að setja saman ferðapakka/ferðaleiðir fyrir hvert svæði til að markaðssetja og kynna fyrir farþegum skemmtiferðaskipa sem koma í höfn á Akranesi. Þetta var ca. 2 tíma vinnufundur þar sem þátttakendur unnu að stefnumótun og skilgreiningu á ferðaleið/ferðapakka fyrir Hvalfjarðarhringinn. Markmiðið er að hægt sé að nota ferðapakkana/ferðaleiðirnar í alla markaðssetningu fyrir þetta svæði.

Hér má skrá sig til þátttöku í sprettverkefnið (samstarfsaðilar)

 

Ferðapakkar/ferðaleiðir á Borgarfjarðarsvæðinu

Vinnusmiðja á Arinstofu Landnámssetursins 4. apríl

Öllum þjónustuaðilum á Borgarfjarðarsvæðinu var boðið að taka þátt í "sprettverkefni" í vöruþróun til að setja saman ferðapakka/ferðaleiðir til að markaðssetja og kynna svæðið. Þetta var ca. 2 tíma vinnufundur þar sem þátttakendur unnu að stefnumótun og skilgreiningu á ferðaleið/ferðapakka fyrir Borgarfjarðarhringinn. Vinnusmiðjan var haldin á Arinstofu Landnámssetursins 4. apríl, kl. 13:30-15:30.