Fara í efni

Áfangastaða- og Markaðsstofa Vesturlands munu standa fyrir svokölluðum “SPRETTVERKEFNUM” á næstu misserum þar sem unnið verður með samstarfsaðilum og öðrum hagaðilum að því að útbúa þemaferðir um Vesturland í því skyni að styrkja ímynd svæðisins, koma sérstöðu þess á framfæri og styðja við markaðssetningu.

Ferðaleiðir

ÁSV kemur að þróun á ferða- og þemaleiðum um svæðin fjögur á Vesturlandi, þ.e. svæðið sunnan Skarðsheiðar, Borgarfjörð, Snæfellsnes og Dali. Ferðaleiðirnar eru ákveðnar leiðir um svæðin þar sem notast er við þemu og sérstöðu til þess að draga fram sérstaka upplifun fyrir gesti svæðisins.

Þátttaka í ferðaleiðum felur í sér að hag- og þjónustuaðilar komi sér saman um ákveðin gildi og framsetningu sem varða aðgengi og þjónustu til þess að móta heildræna upplifun fyrir gestinn. Ferðaleiðir styrkja ímynd svæða, koma sérstöðu svæðisins á framfæri og styðja við markaðsetningu.

Ferðapakkar og þemaferðir

Unnið verður að samstarfs- og sprettverkefnum með samstarfsaðilum við samsetningu á fjölþættum ferðaleiðum, þema- og ferðapökkum, til að efla markaðssetningu og sölu á þjónustu á svæðinu. Þessar ferðaleiðir verða svo kynntar sérstaklega á vefmiðlum MSV.

Sprettverkefni - Þróun ferðapakka fyrir skipafarþega sem koma í höfn á Akranesi

Áfanga- og markaðssvið SSV ásamt Akraneskaupstað og Faxaflóahöfnum taka nú þátt í samstarfsverkefni um gæði í móttöku á skemmtiferðaskipum á Akranesi. Þetta er NORA verkefni sem kemur í gegn um Ferðamálastofu og er samstarfsverkefni við The Association of Arctic Expedition Cruise Operators (AECO), þar sem þeir vinna með nokkrum höfnum á Íslandi, Noregi, Færeyjum og Grænlandi.

  • Verkefnið gengur út á að heimamenn, þar sem skemmtiferðaskipa koma í höfn, leggi línurnar og móti stefnu um hvernig þeir vilja taka á móti farþegum skemmtiferðaskipa sem heimsækja svæðið, þannig að gestirnir njóti heimsóknarinnar og samfélagið njóti ávinnings af gestamóttökunni.
  • Okkur finnst þetta NORA-verkefni vera kjörið tækifæri til að taka verkefnið lengra og hvetja þjónustuaðila á svæðinu til samstarfs við að gera ferðapakka til að bjóða skipafarþegum. Við ákváðum því að bjóða samstarfsaðilum Á&M upp á að taka þátt í sprettverkefni í vöruþróun til að setja saman nokkra upplifunar-, þjónustu- og ferðapakka sem henta skipafarþegum sem koma í land á Akranesi.
  • Þá erum við aðallega að horfa til þjónustuaðila sem starfa á Akranesi, Hvalfirði, Kjós, Borgarfirði og Borgarnesi – eða á því svæði sem ætla má að geti boðið skipagestum upp á upplifun og ferðapakka meðan skipið stoppar í höfn á Akranesi.
  • Því höfum við sett upp verkefnisáætlun sem miðar að því að vekja athygli fólks á tækifærunum sem felast í að taka á móti skipafarþegum og hvetjum þjónustuaðila til að taka þátt í þessu verkefni um stefnumótun og vöruþróun sem varðar móttöku skemmtiferðaskipa.

Hér má sjá helstu vörður verkefnisins og hægt er að skrá sig á viðburðina með því að smella á gulu hnappana þar fyrir neðan:

Net-kynning 11. febrúar

Kynningin var send út í beinu streymi á Facebooksíðu Markaðsstofu Vesturlands þann 11. febrúar kl. 10:00.

Hér má nálgast kynninguna á FB!

Vinnustofa á Akranesi 1. mars

Vinnustofan er annar liður verkefnisins og verður hún haldin á Akranesi þann 1. mars, þar sem saman koma helstu aðilar sem að verkefninu koma ásamt áhugasömum hagaðilum sem fá tækifæri til að taka þátt í að setja saman ákveðnar viðmiðunarreglur fyrir gesti skemmtiferðaskipa á Akranesi og gestgjafa þeirra.

Dagskrá vinnustofu 

13:00 - 13:05 Vinnusmiðja byrjar

13:05 - 13:15 Kynning Markaðsstofu Vesturlands

13:15 - 13:30 Kynning á AECO og uppsetningu á viðmiðunarreglum

13:30 - 14:20 Umræður um ferðaþjónustu og áskoranir í ferðaþjónustu á Akranesi

14:20 - 14:35 Stutt hlé

14:35 - 15:30 Þátttakendum er skipt í hópa sem vinna að lausnum á áðurnefndum áskorunum í formi viðmiðunarreglna

15:30 - 15:50 Þátttakendur kynna sínar niðurstöður

15:50 - 16:00 Umræður um innleiðingu á viðmiðunarreglum og næstu skref

16:00 Vinnusmiðja endar

Hér má skrá sig á vinnustofuna 1. mars

Málstofa á netinu - dagsetning óákveðin!

Ráðgert er að halda málstofu á netinu um tækifæri sem geta falist í móttöku skemmtiferðaskipa og skipagesta. Þá verður reynt að fá fólk með reynslu til að segja frá því hvernig hefur gengið og skoða hvers skipafélögin vænta varðandi móttökur og þjónustu í landi. Ekki er komin endanleg dagsetning á þessa málstofu en hún verður auglýst um leið og það liggur fyrir.

Hér má skrá sig á málstofuna

Sprettverkefni með samstarfsaðilum MSV í mars og apríl

Okkur finnst þetta NORA-verkefni vera kjörið tækifæri til að hvetja þjónustuaðila á svæðinu til samstarfs við að gera ferðapakka til að bjóða skipafarþegum. Við ákváðum því að bjóða samstarfsaðilum Á&M upp á að taka þátt í sprettverkefni í vöruþróun til að setja saman nokkra upplifunar-, þjónustu- og ferðapakka sem henta skipafarþegum sem koma í land á Akranesi.

Vinnusmiðja á Laxárbakka 21. mars

Í framhaldi af NORA verkefninu verður haldin vinnusmiðja á Hótel Laxárbakka þann 21. mars næstkomandi kl. 13:30-15:30 þar sem allir þjónustuaðilar á Akranesi og nágrenni, Hvalfirði og Kjós er boðið að taka þátt í "sprettverkefni" í vöruþróun til að setja saman ferðapakka/ferðaleiðir fyrir hvert svæði til að markaðssetja og kynna fyrir farþegum skemmtiferðaskipa sem koma í höfn á Akranesi.  Þetta er ca. 2 tíma vinnufundur þar sem þátttakendur vinna að stefnumótun og skilgreiningu á ferðaleið/ferðapakka fyrir Hvalfjarðarhringinn. Markmiðið er að hægt sé að nota ferðapakkana/ferðaleiðirnar í alla markaðssetningu fyrir þetta svæði. 

Hér má skrá sig til þátttöku í sprettverkefnið (samstarfsaðilar

Vinnusmiðja á Arinstofu Landnámssetursins 4. apríl

Öllum þjónustuaðilum á Borgarfjarðarsvæðinu er boðið að taka þátt í "sprettverkefni" í vöruþróun til að setja saman ferðapakka/ferðaleiðir til að markaðssetja og kynna svæðið. Þetta er ca. 2 tíma vinnufundur þar sem þátttakendur vinna að stefnumótun og skilgreiningu á ferðaleið/ferðapakka fyrir Borgarfjarðarhringinn. Vinnusmiðjan verður haldin á Arinstofu Landnámssetursins 4. apríl, kl. 13:30-15:30.

Hlökkum til að sjá ykkur!