Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
15.-19. júlí

Iceland Documentary Film Festival 2020

Iceland Documentary Festival - IceDocs haldin 15-19 júlí næstkomandi á Akranesi.

*Fjöldi hágæða heimildamynda frumsýndar

*Metnaðarfull viðburðadagskrá m.a. fríar bíósýningar, tónleikar, pub quiz, jóga, fjölskyldudagskrá, og margt margt fleira.

*Miðasala er hafin á www.icedocs.is

Hátíðin er haldin á Akranesi og býður upp á fjölda heimsklassa heimildamynda, barnadagskrá, vandaða tónlistardagskrá, miðnætur kvikmyndasýningu, “pöbb kviss með, og margt, margt fleira. Gestir geta kosið að gista/tjalda á Akranesi og verið alla hátíðina eða komið á einstaka viðburði. Frítt er á opna viðburði og í bíó en auk þess er hægt að kaupa passa sem veita frekari aðgang að lokuðum viðburðum og dagskrá á netinu.

IceDocs verður haldin í Bíóhöllinni sem er með eldri og fallegri bíóhúsum á landinu. Auk þess verður viðburðum dreift um bæinn meðal annars við fallega fjöru á Breiðinni og í hinum tignarlega Akranesvita.

Hátíðin sem fór fram í fyrsta sinn í fyrra fékk óspart lof frá gestum og fjölmiðlum innanlands sem utan.IceDocs vanda til vals á úrvals heimildarmyndum frá öllum heimshornum. Yfir tuttugu myndir verða sýndar á hátíðinni.

Meðal þeirra mynda sem eru á dagskrá eru:

Banksy: Most Wanted eftir Aurélia Rouvier og Seamus Haley. - Skemmtilegt og fróðlegt portrett af einum frægasta en í senn dularfyllsta samtímarlistamanni heims.

Buddha in Africa eftir Nicole Shafer

Mynd um kínverskt munaðarleysingaheimili í Malawi í Afríku þar sem börnin alast upp milli tveggja heima. Öll samskipti eru á kínversku og þau alin upp eftir kínverskum hefðum. Þau borða með prjónum, tala mandarín kínversku, iðka búddisma og Kung Fu en er meira sem mótar manneskju en bara það sem maður lærir í uppeldinu?

Marshawn Lynch: A History eftir David Sheilds

Heimildarmynd um NFL stjörnuna Marshawn Lynch. Myndin reynir að útskýra hvers vegna NFL stjarnan Marshawn Lynch kaus að þegja í mótmælaskyni og sýnir sögu hans i formi 700 myndbandsskeiða sem eru klippt saman á listrænan hátt. Kvikmyndin er mjög áhrifarík og gefur innsýn í það kynþáttamisrétti sem á sér stað í Bandaríkjunum.

A Year Full of Drama eftir Mörtu Pulk

Mynd um hina 21 árs gömlu Alissija sem tekur þátt í tilraun þar sem henni er borgað fyrir að horfa og skrifa um öll leikverk sem eru sett upp í litlu landi í heilt ár. Falleg uppvaxtarsaga um mörk þeirrar listar sem ein manneskja getur notið og spurt hvort list geti breytt mannslífi.

.

Einnig verður sýnd sérstök dagskrá tileinkuð islenskum brautryðjendum á fimmtudeginum en þá verður sýnd í samstarfi við Kvikmyndasafn Íslands, myndin Björgunarafrekið á Látrabjargi eftir Óskar Gíslason sem var ljósmyndari og frumkvöðull íslenskrar kvikmyndagerðar en Kvikmyndasafnið hefur unnið að endurgerð myndarinnar.


Fjöldi viðburða verða auk kvikmyndasýninga á hátiðinni. Meðal https://www.facebook.com/IceDocs/#tónlistaratriða eru íslensku tónlistarkonurnar Matthildur, Between Mountains og Sólveig Matthildur. Sérstakur gestur með tónleika í vitanum er tónlistarmaðurinn Will Carruthers úr goðsagnakenndu bresku sveitinni Spacemen 3 og margt fleira. Q&A og bíóspjall, grillveislur, partí, jóga, fjallganga, fjölbreytt fjölskyldudagskrá, pöbb kviss og uppistand með Sölku Gullbrá er meðal þeirra viðburða sem eru á dagskrá.


Miðasala og dagskrá er á www.icedocs.is

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal
GPS punktar
N64° 18' 53.334" W22° 5' 17.522"
Staðsetning
Suðurgata, Akranes

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 7.400 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík Bjarteyjarsandur