Fara í efni

Hömluholt ehf.

- Ferðasali dagsferða

Hömluholt Hrossarækt og ferðaþjónusta.

Hömluholt er á sunnanverðu Snæfellsnesi, við Hafursfell,  54 km frá Borgarnesi, 75 km frá Reykjavík og  600 m frá Snæfellsnesvegi, nr. 54. 5 mínútna reiðleið er á Löngufjörur frá Hömluholti.

Hús 1. Húsið er með setustofu með eldunaraðstöðu, gang, klósetti, sturtu og tveggja manna  herbergi á neðri  hæðinni.  Á efir hæðinni  er svefnloft  með þremur rúnum.  Einnig herbergi með 3 rúmum.

Hús 2. Húsið er á einni hæð með setustofu, eldunaraðstöðu, sturtu og klósett. Einnig svefnsófi fyrir tvo í setustofu. Þá er tveggja manna rúm í svefnherbergi, tvö  önnur herbergi með einu rúmi og tveimur kojum fyrir tvo í hvoru herbergi. 

Úr húsunum er gott útsýni upp til fjalla og niður á Löngufjörur og einnig eru í boði stuttar hestaferðir í næsta nágrenni, þ.á.m. 1-3 klst reiðtúr meðfram ströndinni á gulum sandi með möguleika á að sjá seli og fjölskrúðugt fuglalíf.

Hömluholt frá öðru sjónarhorni 

Hömluholt ehf.

Hömluholt ehf.

Hömluholt Hrossarækt og ferðaþjónusta. Hömluholt er á sunnanverðu Snæfellsnesi, við Hafursfell,  54 km frá Borgarnesi, 75 km frá Reykjavík og  600 m f
Löngufjörur Á Snæfellsnesi

Löngufjörur Á Snæfellsnesi

Löngufjörur á sunnanverðu Snæfellsnesi eru ljósar skeljasandsfjörur og leirar sem eru vinsælar til útreiða.   Förurnar eru heillandi fyrir hestamenn a
Ferðaþjónustan Söðulsholt

Ferðaþjónustan Söðulsholt

Ferðaþjónustan í Söðulsholti býður upp á gistingu í 4 bústöðum og er svefnaðstaða fyrir 4 í hverjum bústað. Bústaðirnir eru með 1 svefnherbergi/hjónar

Aðrir (1)

Ferðaþjónustan Langafjaran Miðholt, Eyja- og Miklaholtshreppur 311 Borgarnes 895-0798