Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Áfangastaðaáætlanir DMP Vesturland

Áfangastaðaáætlanir / Destination Management Plan (DMP) 
Um nokkurt skeið hefur verið í gangi undirbúningsvinna fyrir DMP – Destination Management Plan eða áfangastaðaáætlanir DMP á landsvísu, en unnið út frá landssvæðum. DMP er heildstætt ferli þar sem litið er til skipulags og samhæfingar í þróun og stýringu allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði/áfangastað, þar með talið þarfir gesta, heimamanna, fyrirtækja og umhverfis.

DMP áætlanir verða unnar í hverjum landshluta fyrir sig.
DMP áætlanagerð er heildstætt ferli þar sem litið er til stöðu, skipulags og samhæfingar í þróun og stýringu þeirra þátta sem geta haft áhrif á uppbyggingu og upplifun tengda ferðaþjónustu. DMP vinnan miðar að því að búa til heildstæða stefnu sem byggir á greiningum á stöðu, framtíðarhorfum, væntingum, þörfum og þolmörkum umhverfis, samfélags, fyrirtækja og gesta. DMP vinnan mun byggja á og styðja við aðrar áætlanir og verkefni sem snúa að ferðaþjónustu, s.s. landsáætlun sveitarfélaganna, auðlidakorti Ferðamálastofu ofl. Afurð DMP verkefnisins á að vera sameiginleg sýn, stefnumótun og aðgerðaáætlun skipulagsyfirvalda og hagaðila ferðaþjónustunnar, sem hefur það að markmiði að stýra á ábyrgan hátt uppbyggingu og þróun ferðamála. Verkefnið sem er eitt stærsta samhæfða þróunarverkefnið sem ráðist hefur verið í hér á landi, er eitt af forgangsverkefnum Ferðamálastofu og var sett fram sem áhersluverkefni í Vegvísi Stjórnstöðvar ferðamála.

Áfangastaðaáætlun DMP Vesturlands
Ráðinn hefur verið verkefnastjóri til að vinna áfangastaðaáætlun DMP fyrir Vesturland. Unnar verða fjórar aðgerðaáætlanir og ein stefna fyrir Vesturland. Svæðin fjögur eru:1) Akranes og Hvalfjarðarsveit 2) Borgarfjarbyggð og Skorradalur, 3) Snæfellsnes og 4) Dalabyggð Verkefnastjóri áfangastaðaáætlana DMP á Vesturlandi er Margrét Björk starfsmaður SSV. Kristján Guðmundsson forstöðumaður Markaðsstofu Vesturlands mun einnig koma að vinnunni.

 

Margrét Björk Björnsdóttir 
Maggy@ssv.is 

Kristján Guðmundsson 
Kristjang@vesturland.is 

 

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 7.400 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík Bjarteyjarsandur