Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Vesturland einn af áhugaverðustu áfangastöðum heims 2016 samkvæmt Lonely planet.

-Mikill vöxtur hefur verið í vetrarferðaþjónustu á Íslandi og nýtur Vesturland góðs af því að vera aðgengilegt. Nálægð við höfuðborgina og snjóléttir vetur gera Vesturland að spennandi kosti fyrir ferðamenn. 

 

Fjölbreytt náttúra og Menning

Vesturland hefur verið hluti af þeim vexti sem ferðaþjónustan hefur upplifað síðastliðin ár. Þjónusta og afþreying hefur verið að byggjast upp og eru mörg fyrirmyndarfyrirtæki kominn á legg. Vesturland hefur mikla sérstöðu þegar kemur að vetrarferðamennsku og nýtur Vesturland góðs af því að vera aðgengilegt. Nálægð við höfuðborgina og snjóléttir vetur gera Vesturland spennandi kost fyrir ferðamenn.

Margar náttúruperlur eru á Vesturlandi, Í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli eru svartar strendur og fjölbreyttar bergmyndanir, Vatnshellir er fyrirmyndarfyrirtæki sem er opið er allt árið. Á Vesturlandi má finna vatnsmesta hver Evrópu og hraunhella. Fallega fossa eins og Hraunfossa og hæsta foss Íslands Glym. Einn skemmtilegasti áningastaðurinn er Kirkjufell sem óvænt varð mest myndaða fjall landsins. Á siglingum um Breiðafjörð má sjá Hvali og óteljandi eyjar. Hvergi annarstaðar í heiminum getur fólk farið inn í Jökul eins og í Langjökli. Við höfum einstaka sögu á svæðinu t.d. Snorra Sturlusson höfðingja frá Reykholti. Bárðarsaga á Snæfellsnesi og Eirík Rauða í Dölum. 
Auðvelt er að kynnast heimafólki frá svæðinu því margir veitapersónulega þjónustu í ferðaþjónustu á Vesturlandi. Á síðunni visitthelocals.is er hægt að kynna sér aðila sem taka á móti fólki í persónulega heimsókn.

Vesturland á top 10 lista lista leiðsögubókaútgefandans Lonely Planet yfir 10 bestu svæði til að heimsækja í heiminum í 2016.
Vesturland á list­an­um yfir áhugaverðasta svæði sök­um ró­lynd­is­legs yf­ir­bragðs svæðiðsins auk þess sem gott er að gera út frá vesturlandi þegar kem­ur að því að kanna náttúru. Fallegir fossa, gott aðgengi að jöklum, eld­fjöll og hraun­breiður. Mikil saga sem svæðið hefur uppá að bjóða. seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá The Lonely Pla­net


Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 6.600 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík