Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Áfangastaðaáætlanir landshlutanna kynntar á Hótel Sögu

ÁFANGASTAÐAÁÆTLANIR LANDSHLUTANNA KYNNTAR 

 

Í dag voru helstu niðurstöður áfangastaðaáætlana allra landshluta kynntar á fundi sem Ferðamálastofa hélt á Hótel Sögu kl. 13:00. 

Heildstætt ferli

Áfangastaðaáætlanir hafa verið unnar í samvinnu við markaðsstofur landshlutanna sem farið hafa með verkefnisstjórn á sínum svæðum. Áætlanirnar taka á skipulagi, þróun og markassetningu svæða. Um er að ræða heildsdætt ferli þar sem litið er til skipulags og samhæfingar í þróun og stýringu allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi áfangastað, þar með talið þarfir gesta, heimamanna, fyrirtækja og umhverfis.

Heimafólk setji sér framtíðarsýn

Marmið með áfangastaðaáætlun er að heimamenn setji sér framtíðarsýn og móti sinn áfangastað, ákveði hvert skuli stýra ferðamönnum og hvernig sé hægt að fá ferðamenn til að dvelja lengur á áfangastöðum svo að ferðaþjónusta blómstri á svæðunum.

Umfangsmesta verkefnið

Þetta verkefni er það umfangsmesta sem hefur verið unnið á grundvelli Vegvísis í ferðaþjónustu. Því er hvergi nærri lokið, heldur er næsta skref að fylgja þessum áætlunum eftir og uppfæra þær í takt við tímann. 

Dagskrá fundarins

Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri setti fundinn og í kjölfarið kynntu verkefnastjórar áfangastaðaáætlana helstu niðurstöður sinna svæða. Dagný Arnarsdóttir, sérfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneyti fjallaði í kjölfarið um snertifleti Landsáætlunar um innviði við áfangstaðaáætlanir. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga ræddi svo um hvernig hún sér að þessar áfangastaðaáætlanir muni nýtast í framtíðinni.

Fundurinn var sem fyrr segir haldinn á Hótel Sögu og mátti fylgjast með í beinni útsendingu.

Dagskrá:

 • Ávarp og setning fundar - Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri
 • Verkefnisstjórar kynna áfangastaðaáætlanir
  • Áfangastaðaáætlun Vesturlands - Margrét Björk Björnsdóttir
  • Áfangastaðaáætlun Austurlands - María Hjálmarsdóttir
  • Áfangastaðaáætlun Norðurlands - Björn H. Reynisson
 • Kaffihlé
  • Áfangastaðaáætlun Höfuðborgarsvæðis - Ágúst Elvar Bjarnason
  • Áfangastaðaáætlun Reykjaness - Þuríður H. Aradóttir Braun
  • Áfangastaðaáætlun Suðurlands - Anna Valgerður Sigurðardóttir og Laufey Guðmundsdóttir
  • Áfangastaðaáætlun Vestfjarða - Magnea Garðarsdóttir 
 • Snertifletir Landsáætlunar um innviði við áfangastaðaáætlanir - Dagný Arnarsdóttir og Jón Geir Pétursson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti
 • Hvernig munu áfangastaðaáætlanir nýtast? - Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga

Fundarstjóri var Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sérfræðingur hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Hér má sjá upptöku frá fundinum

Fengið af vef Ferðamálastofu.


Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 7.400 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík Bjarteyjarsandur