Fara í efni

Grunnur að leiðarvísi fyrir ferðaskipuleggjendur - vinnufundir

Nú er komið að síðustu vinnufundunum í verkefninu um móttöku skemmtiferðaskipa og skipafarþega á Snæfellsnesi.

Vinnan í verkefninu um móttöku skemmtiferðaskipa og skipafarþega á Snæfellsnesi hefur gengið mjög vel – og nú er komið að síðasta vinnufundinum á hverjum stað.

15.-17 maí verða haldnir 90. mín. vinnufundur á hverju þjónustusvæði á Snæfellsnesi þar sem þátttakendur munu setja saman tillögur um hvert best er að vísa hópum á sínu svæði – þessi vinna er grunnur að leiðarvísi fyrir ferðaskipuleggjendur og fararstjóra að velja þá staði þar sem aðstaða er til staðar og gott er að koma með hópa.

Við hvetjum alla áhugasama fulltrúa sveitarfélag, hagaðila og íbúa á hverju svæði til að skrá sig og taka þátt í vinnunni á þessum fundi á sínu svæði.

Hægt er að skrá sig á fundina hér að neðan eða inn á vesturland.is/verkefni-i-vinnslu 

STUND OG STAÐUR:

VIÐFANGSEFNI FUNDARINS (vinnusmiðja þátttakenda)

  • HVERT VILJA HEIMAMENN VÍSA HÓPUM
  • HVAR ER ÞJÓNUSTA Í BOÐI FYRIR HÓPA
  • HVAR ERU ÁNINGARSTAÐIR MEÐ GÓÐU AÐGENGI OG INNVIÐUM FYRIR HÓPA