Fara í efni

Hefur þú skoðun á móttöku skemmtiferðaskipa og skipafarþega á Snæfellsnesi?

-Ertu að taka þátt í samráðsverkefninu um móttöku skemmtiferðaskipa og skipafarþega á Snæfellsnesi? -Skráðu þig á upplýsinga- og vinnufundinn í Stykkishólmi á morgun ef þú vilt hafa eitthvað um málið að segja 😉

Nánari upplýsingar um verkefnið og skráning á fundinn inn á https://www.west.is/is/a-dofinni fyrsti flettiflipi: „Móttaka skemmtiferðaskipa og skipafarþega á Snæfellsnesi“

Það þarf að skrá sig á fundinn – skráningu lýkur kl. 13:00 á morgun – þriðjudag 25.04. - Smelltu hér til að skrá þig

Upplýsinga- og vinnufundur í SKIPAVERKEFNINU á Snæfellsnesi verður í Stykkishólmi 25.apríl.

Núna þriðjudaginn 25.04. kl. 16:45 – 19:45 verður haldin vinnufundur í Stykkishólmi þar sem kallað er eftir samtali og samvinnu áhugasamra aðila á Snæfellsnesi varðandi skipulag og áherslur vegna móttöku skemmtiferðaskipa.

Á þessum fundi munu fulltrúar sveitarfélaga og hafna kynna viðhorf og aðkomu að móttöku skemmtiferðaskipa og fulltrúi frá ferðaskrifstofu kynnir hvernig þeir standa að skipulagi á móttöku skipafarþega og ferðaskipulagi á Snæfellsnesi. Svo verður vinnusmiðja þar sem þátttakendur setja fram áherslur varðandi gestamóttöku skemmtiferðaskipa á Snæfellsnesi þar sem horft er til fjögurra hópa; sveitarfélaga, fyrirtækja, gesta, íbúa – hvað er vilja heimamenn að hver geri – og hver á að bera ábyrgð á hverju? Þessi vinna verður unninn í svæðisskiptum hópum sem vinna hver með sitt heimasvæði.

Þetta er annar vinnufundurinn í verkefninu um móttöku skemmtiferðaskipa og skipafarþega á Snæfellsnesi. Fyrsti vinnufundurinn var haldin í Grundarfirði 28.mars þar sem gestir frá skipafélögum og AECO samtökum skipafélaga kynntu starfsemi sína, og svo var vinnusmiðja þar sem þátttakendur gerðu SVÓT-greiningu fyrir sitt heimasvæði. 55 þátttakendur mættu á fundinn í Grundarfirði og unnu mjög vel – takk fyrir ykkar framlag og þátttöku í þessu verkefni – vonandi vilja fleiri taka þátt, hlökkum til að vinna áfram með ykkur.