Fara í efni

Upptaka frá fundi - Aukin hæfni starfsfólks - fjársjóður í ferðaþjónustu á Vesturlandi

Áfangastaða- og Markaðsstofa Vesturlands, Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Samtök ferðaþjónustunnar stóðu fyrir opnum fundi í Hjálmakletti, menningarhúsi Borgarfjarðar, þann 8.
Fundarstjóri ásamt fyrirlesurum dagsins í Hjálmakletti.
Fundarstjóri ásamt fyrirlesurum dagsins í Hjálmakletti.

Áfangastaða- og Markaðsstofa Vesturlands, Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar buðu ferðaþjónustuaðilum á Vesturlandi á opinn fund í Hjálmakletti 8. mars. Á fundinum, sem er einn af nokkrum sem haldnir verða landið um kring í samvinnu við Markaðsstofur landshlutanna, var sjónum beint að aukinni hæfni, gæðum og arðsemi í íslenskri ferðaþjónustu þar sem áhersla var lögð á mikilvægi þjálfunar starfsfólks. Dagskrá fundarins var sérsniðin að Vesturlandi en fengnir voru góðir gestir til að halda erindi málefninu tengt og til að sitja fyrir svörum í pallborði. 

Sérstakur gestafyrirlesari var Gyða Kristjánsdóttir, mannauðsráðgjafi stoðsviða ISAVIA en ásamt henni stigu í pontu Margrét Björk Björnsdóttir, fagstjóri áfanga- og markaðssviðs SSV, Ágúst Elvar Bjarnason fyrir hönd SAF, Margrét Wendt og Valdís A. Steingrímsdóttir fyrir hönd Hæfniseturs, Helga Margrét Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Landnámsseturs Íslands og Hákon Örn Bergmann yfirvaktstjóri Hvammsvíkur. Jóhanna María Sigmundsdóttir, markaðsfulltrúi Dalabyggðar, stýrði umræðum í pallborði og Sigursteinn Sigurðsson, menningarfulltrúi SSV, stýrði fundinum. 

Erindin voru fjölbreytt og skemmtileg og fróðlegt var að skyggnast inn í mismunandi sjónarhorn á þetta þarfa málefni ferðaþjónustunnar. Mæting og þátttaka á fundinum var góð og óhætt að fullyrða að flestir hafi lært eitthvað nýtt. 

Léttar veitingar voru í boði og nokkrir heppnir gestir leystir út með gjafabréfum frá Landnámssetri Íslands, Krauma og Hvammsvík sjóböðum. 

Hér má nálgast upptöku af erindum fundarins. 

Myndir frá fundinum