Fréttir

Stefnumótun fyrir ferðaþjónustuna - Á Vesturlandi 28. nóvember á B59 Hótel
Hafin er vinna við aðgerðabundna stefnumótun fyrir ferðaþjónstu á Íslandi til ársins 2025. Boðað er til opinnar vinnustofu í tengslum við stefnumótunina í öllum landshlutum. Fyrir Vesturland verður vinnustofan haldin á B59 Hótel í Borgarnesi þann 28. nóvember næstkomandi.

Skráning er hafin á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna 2020
Markaðsstofur landshlutanna setja upp vinnufundinn Mannamót fyrir samstarfsfyrirtæki sín fimmtudaginn 16. janúar 2020 kl. 12:00 – 17:00 í Kórnum í Kópavogi.

VESTNORDEN HALDIN Á REYKJANESI ÁRIÐ 2020
Ferðakaupstefnan Vestnorden var haldin í Þórshöfn í Færeyjum dagana 23.-26. september. Tæplega 400 þátttakendur tóku þátt í kaupstefnunni í ár en fyrir hönd Vesturlands fóru fjögur fyrirtæki; Markaðsstofa Vesturlands, Into the Glacier, Sæferðir og Hótel Borgarnes.

Haustráðstefna Markaðsstofa landshlutanna 12. september 2019
Haustráðstefna Markaðsstofa landshlutanna var haldin á Icelandair Hótel Reykjavík Natura þann 12. september. Ráðstefnan bar yfirskriftina Ferðamaður framtíðarinnar og Paul Davies, forstöðumaður ferðamálarannsókna hjá markaðsráðgjafafyrirtækinu Mintel var gestur ráðstefnunnar.