Fara í efni

Fréttir

Erpsstaðir í Dalabyggð

Rjómabúið Erpsstaðir er handhafi Fjöreggsins

Rjómabúið Erpsstaðir hlaut í gær Fjöreggið 2018 fyrir frumkvöðlastarf á sviði matvælaferðamennsku og þróun afurða úr eigin framleiðslu. Viðurkenningin er veitt árlega af Matvæla- og næringarfræðafélagi Íslands, með stuðningi Samtaka iðnaðarins, fyrir lofsvert framtak á matvæla- og næringarsviði.
Ferðamálaráðherra ræðir við ferðaþjónustuaðila úr Dölum.

YFIR 600 ÞÁTTTAKENDUR FRÁ 30 LÖNDUM Á VESTNORDEN Á AKUREYRI

Ferðakaupstefnan Vestnorden Travel Mart var haldin dagana 2-4. október á Akureyri en hún er einn stærsti viðburður í ferðaþjónustu sem haldinn er á Íslandi.
Jón Jóel og Maggý hjá Go West.

GO WEST fimmta fyrirtækið á Vesturlandi til að ganga til liðs við Vakann.

Go West /Út og vestur, ferðaþjónustufyrirtæki með aðsetur að Arnarstapa, er nú þátttakandi í Vakanum og hefur einnig uppfyllt gullviðmið umhverfiskerfis Vakans fyrir vistvæna ferðaþjónustu. Það eru hjónin Þuríður Maggý Magnúsdóttir og Jón Jóel Einarsson sem reka Út og vestur ehf. og eru þau að halda upp á tíu ára afmæli fyrirtækisins þetta árið. Þau hafa frá upphafi lagt mikla áherslu á líkamlega hreyfingu og umhverfismál í sinni þjónustu. Go West er fimmta fyrirtækið af Vesturlandi til að ganga til liðs við Vakann en fyrir eru Into the Glacier, Ensku húsin, Hótel Bifröst og Landnámssetur Íslands í Vakanum.
Borgarnes

Erlendir gestir í Borgarnesi sumarið 2017 - Niðurstöður ferðavenjukönnunar

Sumarið 2017 var framkvæmd ferðavenjukönnun í Borgarnesi á vegum Rannsóknamiðstöðvar ferðamála í samstarfi við Markaðsstofu Vesturlands. Hér verða birtar niðurstöður könnunarinnar.
Mynd tekin í Reynisrétt undir Akrafjalli

Fjárréttir eru hafnar á Vesturlandi

Fjárréttir á Vesturlandi hófust þann 1. september og munu standa til 1. október.

Takmarkanir á almennri umferð vegna rallýkeppni

Ó, DÝRA LÍF, sýning Jónínu Guðnadóttur í Malarifsvita

Fræðslugöngur landvarða frá Malarrifi

Opnir fundir í janúar

Vinna við markmið og áherslur í aðgerðaáætlun ferðamála á Vesturlandi 2018-2020

Skráning hafin á Mannamót 2018

Markaðsstofur landshlutanna setja upp vinnufundinn Mannamót í Reykjavík fyrir samstarfsfyrirtæki sín 18. janúar 2018 í Reykjavík. Viðburðurinn verður haldinn í flugskýli flugfélagsins Ernis við Reykjavíkurflugvöll.

Fundum um Framtíðarsýn lokið

Markaðsstofa Vesturlands hefur ásamt öðrum markaðsstofum landshlutanna skrifað undir samstarfssamning við Ferðamálastofu og Stjórnstöð ferðamála um að vinna heildstæða stefnumarkandi stjórnunaráætlun ferðamála fyrir sitt svæði eða svokallaðar DMP áætlun (Destination Managment Plan).

Framtíðarsýn ferðamála á Vesturlandi

Opnir súpufundir um framtíðarsýn ferðamála á Vesturlandi verða haldnir núna í nóvember: