Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

EITT STÆRSTA VERKEFNI FERÐAÞJÓNUSTUNNAR ER HAFIÐ: UMFANGSMIKIL ÁÆTLUNARGERÐ UM LAND ALLT

EITT STÆRSTA VERKEFNI FERÐAÞJÓNUSTUNNAR ER HAFIÐ: UMFANGSMIKIL ÁÆTLUNARGERÐ UM LAND ALLT
Frá undirskrift samninga við markaðsstofur landshlutana og Höfuðborgarstofu.

Stærsta samhæfða þróunarverkefnið

„Þetta er eitt stærsta samhæfða þróunarverkefnið sem ráðist hefur verið í hér á landi. Í gerð stefnumótandi stjórnunaráætlana felst heildstætt ferli þar sem litið er til skipulags og samhæfingar í þróun og stýringu allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á hverju svæði. Þá horfum við til þarfa heimamanna, fyrirtækja og umhverfisþátta jafnt sem gesta,“ segir Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri, og tekur fram að verkefnið sé unnið á forsendum heimafólks á hverjum stað. 

Afurð verkefnisins felur í sér sameiginlega stefnuyfirlýsingu sem hefur það að markmiði að stýra uppbyggingu og þróun svæðis yfir ákveðinn tíma, skilgreina hlutverk hagsmunaaðila, tiltaka beinar aðgerðir sem hver og einn hagsmunaaðila ber ábyrgð á og hvaða bjargir/auðlindir þeir hyggjast nýta við þá vinnu. Gert er ráð fyrir til að áætlanagerðinni sjálfri ljúki á árinu 2018. „Niðurstöðurnar munu stuðla að markvissri þróun ferðaþjónustu í hverjum landshluta og auðvelda opinbera ákvarðanatöku sem snýr til dæmis að skipulagsmálum, uppbyggingu þjónustu, aðgangsstýrinu og markaðsáherslum,“ segir Ólöf. 

Eitt af forgangsverkefnum Vegvísis

Svæðisbundin þróun hefur verið eitt af áherslusviðum Ferðamálastofu undanfarin misseri og hefur þetta metnaðarfulla verkefni verið í undirbúningi hjá stofnuninni síðan í upphafi árs 2015. Þetta er eitt af þeim forgangsverkefnum, sem skilgreind voru í Vegvísi fyrir ferðaþjónustuna, sem birtur var í lok árs 2015, en Ferðamálastofa og Stjórnstöð ferðamála hafa átt samvinnu um gangsetningu verkefnisins, sem fyrr segir.

Stjórnstöð ferðamála leiddi þannig saman hagsmunaaðila og hefur samhæft undirbúning og innleiðingu verkfæra og aðferðafræði, en Ferðamálastofa fjármagnar verkefnið og heldur utan um framkvæmd þess. Stofnunin mun þannig beina 100 milljónum kr. af verkefnafé sínu til framkvæmdar verkefnisins á næstu 12 mánuðum.

Nánari upplýsingar um verkefnið

Tekið af vef Ferðamálastofu


Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 6.600 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík