Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Erlendir gestir í Borgarnesi sumarið 2017 - Niðurstöður ferðavenjukönnunar

Erlendir gestir í Borgarnesi sumarið 2017 - Niðurstöður ferðavenjukönnunar
Borgarnes

Sumarið 2017 var framkvæmd ferðavenjukönnun í Borgarnesi á vegum Rannsóknamiðstöðvar ferðamála í samstarfi við Markaðsstofu Vesturlands. 

Hér að neðan má sjá niðurstöður könnunarinnar:

Borgarnes býr að áhugaverðri sögu og góðri staðsetningu sem áfangastaður erlendra ferðamanna. Þeir heimsækja staðinn helst til að versla og skoða söfn en flestir segjast þó vera á lengri ferð um landið og koma við á leið sinni annað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunarinnar.

Sumarið 2017 dvöldu ferðamenn að meðaltali í um 11 klst. í Borgarnesi og um þriðjungur þeirra gisti yfir nótt. Algengasti gistimátinn var tjaldsvæði (40%) og gistiheimili (24%). Um 72% gistinátta erlendra ferðamanna í Borgarbyggð var frá maí til september 2017 svo árstíðasveiflan er talsverð á staðnum. Sama hlutfall var 83% árið 2013 svo vægi vetrargistingar hefur þó aukist nokkuð á tímabilinu. Meðalútgjöld ferðamanna voru um 9.200 kr. á sólarhring í Borgarnesi og hæstu útgjaldaliðirnir voru vegna verslunar. Alls greiddu 31% ferðamanna fyrir gistingu, um 53% fyrir veitingar og 24% fyrir afþreyingu. Útgjöld ferðamanna frá Bandaríkjunum voru töluvert hærri en ferðamanna frá Þýskalandi og Frakklandi. Munaði þar mestu um útgjöld vegna menningartengdrar þjónustu og afþreyingar en bandarískir ferðamenn eyddu meira í þessa liði en aðrir.

Um 30% ferðamanna tók ákvörðun um að heimsækja Borgarnes áður en þeir komu til Íslands. Heldur fleiri (41%) ákváðu að heimsækja staðinn eftir að þeir komu til landsins og rúmur þriðjungur ferðmanna sagðist einungis hafa komið við í Borgarnesi á leið sinni annað.

Í langflestum tilvika (94%) var megintilgangur ferðarinnar frí og ferðafélagarnir fjölskylda og vinir (86%). Um 5% ferðamanna voru í hópferð og 12% ferðuðust einir. Bílaleigubílar voru vinsælasti ferðamátinn þar sem 72% gesta valdi þann kost. Flestir ferðuðust tveir saman í hópi og í um 24% tilvika voru börn með í för.

Um þriðjungur ferðamanna ætlaði að heimsækja söfn bæjarins og um 29% ætlaði í sund. Alls sögðust 15% gesta ætla að smakka mat úr héraði og 13% ætluðu í gönguferð meðan á dvöl stóð.

Almenn ánægja var meðal ferðamanna með dvölina í Borgarnesi þar sem 30% sögðust vera mjög ánægðir og 57% ánægðir. Þó sögðust 13% gesta hvorki vera ánægðir né óánægðir. Á skalanum 1-5 mældist ánægjustigið 4,17.

Niðurstöður könnunarinnar gefa vísbendingu um stöðu ákveðinna þátta ferðaþjónustu í Borgarnesi sumarið 2017. Varast ber að alhæfa út frá niðurstöðunum en engu að síður eru þessar upplýsingar ásamt öðrum áreiðanlegum gögnum í ferðaþjónustu mikilvægt púsl í heildarmynd atvinnugreinarinnar á landsvísu. 

Hér má nálgast könnunina í heild sinni. 


Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 6.600 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík