Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Fjöldi ferðamanna á fjölförnum áfangastöðum á Suður- og Vesturlandi

Fjöldi ferðamanna á fjölförnum áfangastöðum á Suður- og Vesturlandi
Hraunfossar í Borgarfirði

Hraunfossar í Borgarfirði og Djúpalónssandur á Snæfellsnesi eru meðal þeirra áfangastaða á Suður- og Vesturlandi sem rannsakaðir voru á vegum Ferðamálastofu í samstarfi við Háskóla Íslands þar sem rannsökuð voru þolmörk ferðamanna og fjöldi þeirra á fjölförnum áfangastöðum.

Í skýrslunni: Fjöldi ferðamanna á átta áfangastöðum á Suður- og Vesturlandi 2014 til 2015, sem tekin var saman af dr. Rögnvaldi Ólafssyni og Gyðu Þórhallsdóttur um hluta rannsóknarinnar koma fram niðurstöður um mat á fjölda ferðamanna sem eru gríðarlega mikilvægar upplýsingar við skipulag ferðamennsku hérlendis. Jafn umfangsmikil talning  á ferðamönnum hefur aldrei verið framkvæmd fyrr á Íslandi en nú er komin aðferð til að fylgjast með dreifingu ferðamanna um landið á mismunandi árstímum sem eru góðar fréttir fyrir aðila sem starfa að ferðamálum hér á landi.

Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér


Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 7.400 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík Bjarteyjarsandur