Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Fulltrúi Vesturlands tók við viðurkenningu Lonely Planet í London

Fulltrúi Vesturlands tók við viðurkenningu Lonely Planet í London
Kristján Guðmundsson fulltrúi Vesturlands

Í síðustu viku birti Lonely Planet nýverið árlegan lista sinn yfir tíu eftirsóknarverðustu áfangastaði ársins 2016 (Best in Travel 2016) í flokkum landa, landssvæða og borga á heimsvísu. Þar hreppti Vesturland annað sætið í flokki landssvæða. Í tilefni af útgáfu listans bauð þessi stærsta útgáfa ferðahandbóka í heiminum fulltrúum þeirra staða sem útnefningu hlutu að taka á móti viðurkenningu í hófi í Samgöngusafninu í London (London Transport Museum) í gærkvöldi.

Kristján Guðmundsson, forstöðumaður Markaðsstofu Vesturlands, veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd landshlutans. Hann sagði í samtali við Skessuhorn að með viðurkenningunni fengju ferðaþjónustuaðilar á Vesturlandi frábært tækifæri til að markaðssetja sig bæði gagnvart birgjum og einstaklingum. „Ljósið skín á okkur núna og ég veit til þess að aðilar eru þegar farnir að kynna sig í tengslum við þessa viðurkenningu,“ sagði Kristján meðal annars.

Nánar verður sagt frá málinu í næsta tölublaði Skessuhorns en blaðamaður Skessuhorns var viðstaddur afhendinguna og ræddi meðal annars við forsvarsmenn Lonely Planet um þýðingu viðurkenningar sem þessarar.

Þessi frétt er tekin af Skessuhorni; http://skessuhorn.is/frettir/nr/198698/


Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 7.400 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík Bjarteyjarsandur