Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Götulistahátíð dagana á Hellissandi 21. - 22 júní!

Götulistahátíð dagana á Hellissandi 21. - 22 júní!
Dagskrá Götulistahátíðar

Dagana 21.-22. júní næstkomandi verður mikið um dýrðir á Hellisandi. Frystiklefinn á Rifi stendur fyrir Götulistahátíð þar sem listin fær að njóta sín í ótal formum og dagskráin því fjölbreytt og áhugaverð. Einnig verður hoppukastali á svæðinu fyrir börnin, matarvagnar og óvæntar uppákomur.

Nú nýlega eignaðist Hellisandur nýtt vegglistaverk búið til af kanadísku listakonunum Lacey Jane og Layla Folkmann en verkið er af íslenskum hrút baðaður litum með fjalladýrð að baki sér. Einnig hefur stór haförn bæst í götulistaflóruna og því ýmsir fagrir veggir á Hellisandi til að berja augum.

Við hvetjum alla til að kíkja við á Hellissandi og njóta glæsilegrar náttúru og menningar! 


Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 7.400 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík Bjarteyjarsandur