Fara í efni

Haustráðstefna Markaðsstofa landshlutanna 12. september 2019

Haustráðstefna Markaðsstofa landshlutanna var haldin á Icelandair Hótel Reykjavík Natura þann 12. september. Ráðstefnan bar yfirskriftina Ferðamaður framtíðarinnar og Paul Davies, forstöðumaður ferðamálarannsókna hjá markaðsráðgjafafyrirtækinu Mintel var gestur ráðstefnunnar.

Markaðsstofur landshlutanna buðu til ráðstefnu um strauma og stefnur í ferðamálum framtíðarinnar.
Ráðstefnan var haldin á Hótel Reykjavík Natura 12. september 2019 frá 13:00 til 16:00.

Paul Davies, forstöðumaður ferðamálarannsókna hjá markaðsráðgjafafyrirtækinu MINTEL var gestur og aðalfyrirlesari ráðstefnunnar. MINTEL er leiðandi í ferðaþjónustu- og markaðsrannsóknum í heiminum í dag. Paul Davies er forstöðumaður rannsóknateymis fyrir ferðaþjónustu, frístundir og veitingaþjónustu. Hann hefur mikla reynslu á sviði markaðsrannsókna og víðtæka þekkingu á neytenda- og kauphegðun. Í fyrirlestri sínum mun Paul fara yfir helstu strauma og stefnur í kaup- og ferðahegðun fólks á heimsvísu, auk þess að fjalla um hvernig sú þróun hefur áhrif á ferðaþjónustu í heiminum. 

Dagskrá:

  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála opnar ráðstefnuna
  • Paul Davies, forstöðumaður ferðamálarannsóknar hjá Mintel, Trends in Tourism
  • Inga Rós Antoníusdóttir, verkefnastjóri Ferðamálastofu Íslands, Stafræn tækifæri í íslenskri ferðaþjónustu
  • Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður, Áfangastaðurinn hjá Íslandsstofu, Áfangastaðurinn Ísland – Straumar og stefnur
  • Grétar Ingi Erlendsson, Nordic Green Travel, Eitt skref í einu
  • Ragnhildur Sigurðardóttir, svæðisgarðurinn Snæfellsnesi, „Fólk vill fólk - Upplýsingagjöf til ferðamanna"
  • Ráðstefnustjóri: Díana Jóhannsdóttir, forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða

Upptöku frá ráðstefnunni má nálgast hér