Fara í efni

Hjólareiðakeppnin Grefillinn í Borgarfirði um helgina

Hjólreiðakeppnin Grefillinn verður haldin annað árið í röð núna á laugardaginn, 20. ágúst.
Hjólreiðadeild Breiðabliks bendir á að næstkomandi laugardag 20. ágúst fer fram malarhjólreiðakeppnin Grefillinn um uppsveitir Borgarfjarðar þar sem samtals 200 hjólarar taka þátt.
 
Vel er þegið að fá stuðning frá vegfarendum, bæði í formi hvatningar og tillitssemi.
 
Viðburðurinn hefst kl. 7.00 frá Krauma og er gert ráð fyrir að síðustu þátttakendur skili sér þangað aftur um kl. 20:00.
 
Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um viðburðinn, leiðirnar eða leyfisbréfum Lögreglunnar og Vegagerðarinnar, þá endilega hafið samband hér.