Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Takmarkanir á almennri umferð vegna rallýkeppni

Íslandsmótið í rallý fer fram dagana 23. til 25. ágúst næstkomandi á Suðvestur og Vesturlandi en meðan á keppni stendur verða eftirfarandi vegir lokaðir fyrir allri almennri umferð.

Lokanir verða sem hér segir:

23. ágúst – Hvaleyrarvatn frá klukkan 15:30 til 17:30 Djúpavatn frá klukkan 16:15 til 18:30 Kvartmílubrautin frá klukkan 18:30 til 21:00

24. ágúst – Jökulháls frá klukkan 10:00 til 14:30 Eysteinsdalur frá klukkan 10:00 til 14:30 Berserkjahraun frá klukkan 14:00 til 18:00 Skíðsholt frá klukkan 16:00 til 18:30

25. ágúst – Kaldidalur frá klukkan 08:00 til 11:00 Skjaldbreiðarvegur frá klukkan 09:00 til 14:00 Tröllháls frá klukkan 12:30 til 15:00 Djúpavatn frá klukkan 14:00 til 16:30

Smelltu hér til að skoða kortin

 


Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 6.600 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík Bjarteyjarsandur