Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Járngerðarhátíð á Eiríkstöðum dagana 30. ágúst - 1. september

Upplifðu víkinginn í þér.

Stefndu knerrinum á Eiríksstaði dagana 30. ágúst til 1. september. Þar verður kynngimagnaður viðburður, fyrsta hátíð sinnar tegundar á Íslandi. Hátíð upplifana þar sem einvala lið sérfræðinga kemur víðsvegar að úr Miðgarði.

Hátíðin miðar að upplifun þinni sem þátttakanda þar sem þú færð að snerta, smakka, spila, lyfta, berja, sauma, kasta, máta og fjölmargt annað.

Taktu þátt í því með okkur að leysa leyndardóma og ráðgátur víkingatímans!

Það verður fjölmargt í boði en megin áhersla hátíðarinnar verður helguð járngerð.

Leitast verður eftir því að búa til járn eins var gert fyrir um 1000 árum síðan á Íslandi.

Endilega skoðið heimasíðu og facebook síðu viðburðarins þar sem uppfærslur og fleiri viðburðir eru á næstunni (það er fallega gert að deila og líka líka).

Sjá meira um viðburðinn hérna

Heimasíða

P.s. ekki gleyma myndavélinni því að á þessari hátíð munu nást bestu samfélags mont myndir sumarsins af þér að vinna járn, í víkingaklæðum eða með vopn í hönd

#IceIronSecrets  


Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 7.400 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík Bjarteyjarsandur