Fara í efni

Mannabreytingar hjá Áfanga- og markaðsstofu Vesturlands

Thelma Harðardóttir verkefnastjóri á Áfangastaða- og markaðssviði SSV og Markaðsstofu Vesturlands mun láta af störfum um miðjan ágúst. Ákveðið hefur verið að ráða Kristján Guðmundsson í tímabundið starf verkefnastjóra frá 15. ágúst fram til 1. mars nk.
Kristján Guðmundsson og Thelma Harðardóttir
Kristján Guðmundsson og Thelma Harðardóttir

Thelma Harðardóttir verkefnastjóri á Áfangastaða- og markaðssviði SSV og Markaðsstofu Vesturlands mun láta af störfum um miðjan ágúst. Ákveðið hefur verið að ráða Kristján Guðmundsson í tímabundið starf verkefnastjóra frá 15. ágúst fram til 1. mars nk. Kristján er öllum hnútum kunnugur í ferðaþjónustu á Vesturlandi, en hann starfaði hjá Markaðsstofu Vesturlands frá árinu 2013 fram á árið 2018, en hann var jafnframt forstöðumaður hennar frá hausti 2014 og fram að starfslokum. Þá hefur Kristján starfað sem sölu – og markaðsstjóri hjá Hótel Húsafelli auk þess að sinna fleiri störfum tengdum ferðaþjónustu á svæðinu.

Um leið og við þökkum Thelmu fyrir vel unnin störf bjóðum við Kristján velkominn til starfa.