Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Nr. 3 Umhverfing á Snæfellsnesi í sumar

Nú á dögunum var listasýningin nr. 3 Umhverfing formlega opnum í nýrri gestastofu Snæfellsness. Sýningin er ein sú stærsta sem haldin hefur verið hér á landi og í ár tekur 71 listamaður þátt í þessari óvenjulegu og áhugaverðu samsýningu sem teygir anga sína vítt og breytt um Snæfellsnesið.  Þeir listamenn sem taka þátt eiga það allir sameiginlegt að eiga rætur að rekja til Snæfellsness með einhverjum hætti.

Snæfellsnes hefur verið innblástur margra með sinni stórbrotnu og fjölbreyttu náttúru og því viðeigandi að tvinna saman listina og náttúruna. Listaverkin hafa verið sett upp á óhefðbundnum stöðum, jafnt utandyra sem innan sem gerir ferðalagið um listasýninguna enþá frumlegri og áhugaverðari.

Umhverfing er haldin á vegum Akademíu Skynjunar og er þetta þriðja uppsetning sýningarinnar. Áður hefur Umhverfing einnig verið sett upp á austur- og norðurlandi. Tilgangurinn er að færa myndlistina inn í óhefðbundið rými og skapa umræðu um tilgang lífs og lista. Listasýning með þessu sniði auðgar mannlífið og gerir ferðalagið um Snæfellsnes enþá skemmtilegra og í ár eru viðkomustaðirnir 17 talsins!

 

Listamenn Nr. 3 Umhverfingar eru:

Aðalheiður Valgeirsdóttir · Anna Eyjólfs · Anna Gunnlaugsdóttir · Anna G. Torfadóttir · Arnaldur Máni · Árni Páll Jóhannsson · Ásdís Arnardóttir · Áslaug Sigvaldadóttir · Ásta Sigurðardóttir · Bjarni Þórarinsson · Björn Roth · Dieter Roth · Dóra Kristín Halldórsdóttir · Edda Þórey Kristfinnsdóttir · Elsa Dórothea Gísladóttir · Elva Hreiðarsdóttir · Erró · Freyja Eilíf · Guðrún Vera Hjartardóttir · Gunnar Jónsson · Harpa Árnadóttir · Helgi Þorgils Friðjónsson ·   Hildur Margrétardóttir · Hjördís Halla Eyþórsdóttir · Hulda Hreindal Sigurðardóttir · Inga Sigga Ragnarsdóttir · Ingibjörg Sigurjónsdóttir · Ísak Snorri Marvinsson · John Zurier · Jóhanna Hreinsdóttir · Jón Sigurpálsson · Jón Þorsteinsson · Karna Sigurðardóttir · Katrín Agnes Klar · Katrín Lilja Kristinsdóttir · Kestutis Musteikis · Kristján Guðmundsson · Logi Bjarnason · Lúðvík Karlsson - Liston · Magdalena Margrét Kjartansdóttir · Magnús Sigurðarson · Margrét H. Blöndal · Margrét Jónsdóttir · Margrét Elfa Ólafsdóttir · Megas · Níels Hafstein · Nina Hubbs Zurier · Ósk Vilhjálmsdóttir · Peter Lang · Ragnar Kjartansson · Ragnar Kjartansson, senior · Ragnhildur Ágústsdóttir · Ragnhildur Stefánsdóttir · Ragnhildur Lára Weisshappel · Rakel Steinarsdóttir · Rannveig Jónsdóttir · Rósa Njálsdóttir · Rúrí · Sigríður Björnsdóttir · Sigurborg Stefánsdóttir · Sigurður Guðmundsson · Sjøfn Har · Sólrún Halldórsdóttir · Steingerður Jóhannsdóttir · Steingrímur Eyfjörð · Þóra Karlsdóttir · Þórdís Alda Sigurðardóttir · Þórður Halldórsson frá Dagverðará · Þórunn Björnsdóttir · Þuríður Sigurðardóttir · Æsa Björk

Staðsetning verkanna: 

Breiðablik. Allir listamenn

Ræktunarstöðin S-Lágafelli – Innan- og utandyra

Staðastaður. Hlaðan

Búðir: Krambúðin / utandyra

Öxl:  útvarpssending á FM 105,1

Litli Kambur: útihús

Arnarstapi: Samkomuhúsið/ Bárður Snæfellsás (utandyra)

Hellnar: Hellnakirkja, Fjöruhúsið, tvö útilistaverk

Dagverðará: Innan og utan rústa

Gufuskálar: í andyri

Hellissandur: Viðvík, Sjóminjasafnið two listaverk utandyra, Bæjarskrifstofan, Skel

Ingjaldshólskirkja 

Rif: tvö verk utandyra

Ólafsvík: Átthagastofa, Pakkhúsið, Jaðar heimili aldraðra, tvö útilistaverk

Grundarfjörður: Bæringsstofa, Kaffi Emil, Bæjarskrifstofan, fimm útilistaverk

Stykkishólmur:  Stykkishólmskirkja, Hótel Egilsen, Foss hótel, Franciskus hótel, Norska húsið,

Eldfjallasafnið, Æðarsetrið, Sundlaugin, Narfeyrarstofa

Hér má finna slóð á Google Maps þar sem allar staðsetningar listaverkanna eru merktar inn

 


Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 7.400 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík Bjarteyjarsandur