Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Ó, DÝRA LÍF, sýning Jónínu Guðnadóttur í Malarifsvita

Ó, DÝRA LÍF - sýning Jónínu Guðnadóttur verður í Malarrifsvita frá 30. júní til 2. september. Sýningin verður opinn daglega frá kl. 12:00 til 16:30. Enginn aðgangseyrir, en vitinn er við þjónustumiðstöð Þjóðgarðsins skammt frá Lóndröngum.

Innsetningin er samsett úr um 100 hlutum. Hún er á 5 hæðum og verður einfaldari eftir því sem ofar dregur. Í anddyri byrjar smá-forspil þar sem ég leik mér að því sem gjarnan rekur á fjöru í nágrenni vitans, þar eru m.a. pétursskip og ígulker. Á annari hæð eru hugleiðingar um lífið í sjónum sem heldur svo áfram upp á 3. h., fjaran tekur þá við og svo koll af kolli, og endar á himninum með ránfuglum sem eru einkenni þessa svæðis.

Magnað umhverfi er hvert sem augað eygir og gönguleiðir í allar áttir. Það er því er hægt að eiga innihaldsríka og góða dvöl á Snæfellsnesi, njóta menningar, náttúru og annars sem þessi einstaki staður býður upp á.


Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 7.400 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík Bjarteyjarsandur