Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Rjómabúið Erpsstaðir er handhafi Fjöreggsins

Rjómabúið Erpsstaðir er handhafi Fjöreggsins
Erpsstaðir í Dalabyggð

Rjómabúið Erpsstaðir er handhafi Fjöreggsins

Rjómabúið Erpsstaðir hlaut í gær Fjöreggið 2018 fyrir frumkvöðlastarf á sviði matvælaferðamennsku og þróun afurða úr eigin framleiðslu. Viðurkenningin er veitt árlega af Matvæla- og næringarfræðafélagi Íslands, með stuðningi Samtaka iðnaðarins, fyrir lofsvert framtak á matvæla- og næringarsviði. Það var Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, sem afhenti Fjöreggið á Matvæladegi MNÍ sem haldinn var sama dag.

Rjómabúið Erpsstaðir var sem kunnugt er stofnað árið 2009 þegar ábúendur þar á bæ hófu ísframleiðslu. Fyrsta sumarið var einungis seldur ís beint frá býli en frá því veturinn 2009-2010 hafa ábúendur á Erpsstöðum stöðugt aukið við framleiðsluna. Í dag framleiðir Rjómabúið gamaldags skyr, tvær tegundir af ostum, margar ístegundir og skyrkonfekt sem þróað var og hannað í samvinnu við námskeið á vegum Listaháskóla Íslands og Matís sem kallaðist „Stefnumót hönnuða og bænda“. Á Erpsstöðum er ennfremur rekin sveitaverslun sem selur vörur fyrirtækisins.

Önnur fyrirtæki og verkefni sem tilnefnd voru til Fjöreggs MNÍ 2018 voru AstaLýsi, Efstidalur II, Heilsuprótein og Matartíminn.

Þorgrímur Einar Guðbjartsson á Erpsstöðum segir í samtali við Skessuhorn að viðurkenningin hafi komið sér á óvart. „Við fengum fyrst að vita um tilnefninguna í síðustu viku. Ég vissi ekki hverjir aðrir voru tilnefndir en þegar maður mætti á staðinn fannst mér þetta ekkert vera neitt borðleggjandi. Þarna voru aðrir aðilar með töluvert merkilega vöru sem ég hélt að myndu svífa á þetta. Þannig að þetta var mjög kærkomið og óvænt,“ segir Þorgrímur ánægður. „En auðvitað er líka mjög gaman að fá þessa viðurkenningu. Núna vorum við ljúka tíunda sumrinu okkar í ferðaþjónustunni, þannig að þetta eru skemmtileg tímamót og við munum reyna að standa undir þessu.“

Fulltrúar Rjómabúsins Erpsstaða með Fjöreggið. F.v. Þorgrímur Einar Guðbjartsson, Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir og Dave Niemiec ostagerðarmaður. Ljósm. Rjómabúið Erpsstaðir.

Fengið af vef Skessuhorns.


Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 7.400 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík Bjarteyjarsandur