Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Þátttaka í menningardagskrá Vesturlands

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Markaðsstofa Vesturlands minna á að skráning í Mennignardagskrá á Vesturlandi lýkur á morgun, miðvikudaginn 10. júní. Eru allir sem hafa hug á að standa fyrir menningardagskrá í sumar hvattir til að skrá sín verkefni til leiks á efitrfarandi slóð: https://www.surveymonkey.com/r/Q9PNNHS

 

Menningardagskrá á Vesturlandi er samstarfsverkefni SSV og Markaðsstofu Vesturlands sem skuldbinda sig til að kynna menningarviðburði á milum sínum og tengslaneti. Þá er fjárhagsstyrkur að hámarki 500.000 í boði uppfylli aðilar þau skilyrði að verkefnið efli ferðaþjónustu á Vesturlandi og/eða sé stuðningur fyrir listafólk í landshlutanum. Leitað er eftir tveimur áherslum, það eru „fastir liðir“ sem eru reglulegir viðburðir í allt sumar og svo „krydd í tilveruna“ sem eru einskiptisviðburðir eins og t.d. tónleikar eða hátíðir. Tímabil verkefnisins er frá 15. júní til 15. september.

 

Nánari upplýsingar gefur Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi Vesturlands á netfagnið sigursteinn@ssv.is


Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 7.400 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík Bjarteyjarsandur