Fara í efni

Útivistarparadísin Vesturland

Eitt af áhersluverkefnum Áfangastaðaáætlunar Vesturlands er að greina og kortleggja aðgengilegar útivistarleiðir og safna gögnum um þær í miðlægan gagnagrunn sem ætlaður er til úrvinnslu og upplýsingamiðlunar.
Haffi bröltir um holt og hæðir Vesturlands
Haffi bröltir um holt og hæðir Vesturlands

Ein af áherslum Áfangastaðaáætlunar Vesturlands er að taka tillit til þolmarka náttúru, innviða og heimamanna, ýta undir ábyrga umgengni og skapa jákvæða upplifun og ábata fyrir bæði gesti og íbúa útivistarparadísarinnar Vesturlands. 

Útivistarparadísin Vesturland

Sumarið 2021 var ákveðið að leggja áherslu á greiningu á gönguleiðum um Vesturland. Verkefnið var unnið í samstarfi við Ferðamálastofu sem einnig er að vinna þróunarverkefni varðandi úttektir, rafræna skráningu og GPS mörkun á gönguleiðum. Útivistarparadísin Vesturland er verkefni sem felur í sér að taka saman og skrá aðgengilegar útivistarleiðir og útivistarstíga á Vesturlandi, í samráði við sveitarfélög, landeigendur og aðra hagaðila, safna gögnum á borð við GPS hnit, ljósmyndir og aðrar nauðsynlegar upplýsingar. Gögnin eru skráð í miðlægan gagnagrunn sem notaður verður til úrvinnslu og á honum byggt gönguleiðakort sem verður birt á vefnum (auglýst síðar). 

Hafþór Ingi Gunnarsson er verkefnisstjóri Útivistarparadísarinnar Vesturlands fyrir hönd Áfangastaða- og Markaðssvið SSV. Hann er vestlendingur í húð og hár, nemi í ferðamálafræði við Háskólann á Hólum, göngugarpur mikill og útivistarunnandi. Hlédís hjá N4 tók Haffa tali á dögunum og ræddu þau verkefnið, þáttinn má sjá hér að neðan: