Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Vesturland myndrænasti áfangastaður Evrópu 2017 samkvæmt Luxury travel Guide

Luxury Travel Guide  valdi Vesturland ,,Scenic destination of Europe”. Luxury Travel Guide sérhæfir sig í skrifum um áfangastaði, hótel, heilsulindir, tækni og fleira. Blaðið leggur áherslu á betur borgandi ferðamenn. Vesturland er valið vegna fallegrar náttúru svæðisins auk þess sem gott er að gera út frá Vesturlandi þegar kem­ur að því að kanna náttúru.

Fjölbreytt náttúra og Menning
Vesturland er spennandi kostur fyrir ferðamenn sem koma til Íslands. Mikill fjölbreytileiki er í náttúru og landslagi og er mikil saga á svæðinu. Vesturland hefur mikla sérstöðu þegar kemur að vetrarferðamennsku og nýtur Vesturland góðs af því að vera aðgengilegt allt árið. Nálægð við höfuðborgina og snjóléttir vetur gera Vesturland spennandi kost fyrir ferðamenn.
Margar náttúruperlur eru á Vesturlandi sem vinsælt er að heimsækja. Á undanförnum árum hefur nýsköpun verið mikil í ferðaþjónustu á Vesturlandi auk uppbyggingar á gistingu hefur tryggt ferðamönnum góða upplifun. 


Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 6.600 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík