Fara í efni

Viðvera og opnir viðtalstímar á starfssvæðum veturinn 2022-2023

Mikilvægt er að gott samtal og samráð sé milli starfsmanna okkar og hagaðila ferðamála á Vesturlandi, því bjóðum við meðal annars upp á viðveru og opna viðtalstíma á öllum starfssvæðum þar sem við vonumst eftir að hitta sem flesta og geta kynnt okkur ferðamálin á hverju svæði.

Áfangastaða- og Markaðsstofa Vesturlands vinnur að eflingu og kynningu á Áfangastaðnum Vesturlandi og þeirri þjónustu sem þar er í boði, sjá nánar: https://www.west.is/is/afangastada-og-markadsstofa-vesturlands Aðalskrifstofa starfseminnar er á skrifstofu SSV Bjarnarbraut 8. Í Borgarnesi.

Mikilvægt er að gott samtal og samráð sé milli starfsmanna okkar og hagaðila ferðamála á Vesturlandi, því bjóðum við meðal annars upp á viðveru og opna viðtalstíma á öllum starfssvæðum þar sem við vonumst eftir að hitta sem flesta og geta kynnt okkur ferðamálin á hverju svæði. Viðverutímarnir eru sýndir í meðfylgjandi töflu. Mikilvægt er að fólk láti vita af sér og skrái sig í viðtal, svo auðveldara sé að skipuleggja viðverutímana á hverjum stað info@west.is

Auk þess er alltaf hægt að hafa samband við okkur í síma 433 8820 og senda tölvupóst á info@west.is eða senda tölvupóst á einstaka starfsmann: