Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

YFIR 600 ÞÁTTTAKENDUR FRÁ 30 LÖNDUM Á VESTNORDEN Á AKUREYRI

YFIR 600 ÞÁTTTAKENDUR FRÁ 30 LÖNDUM Á VESTNORDEN Á AKUREYRI
Ferðamálaráðherra ræðir við ferðaþjónustuaðila úr Dölum.

YFIR 600 ÞÁTTTAKENDUR FRÁ 30 LÖNDUM Á VESTNORDEN Á AKUREYRI

 

Ferðakaupstefnan Vestnorden Travel Mart var haldin dagana 2-4. október á Akureyri en hún er einn stærsti viðburður í ferðaþjónustu sem haldinn er á Íslandi.

Kaupstefnan er haldin af Ferðamálasamtökum Norður-Atlantshafsins (NATA), sem er samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. 
Eliza Reid, forsetafrú og sendiherra ferðamála hjá Sameinuðu þjóðunum setti kaupstefnuna.

Á kaupstefnunni voru yfir 600 þátttakendur frá 30 löndum, þar af 70 nýir erlendir ferðasöluaðilar. Samankomin voru öll helstu ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi, auk ferðaþjónustuaðila frá Grænlandi og Færeyjum, sem kynntu vöruframboð sitt fyrir öðrum ferðasöluaðilum á staðnum. Kaupstefnan býður því upp á frábært tækifæri til að kynna Ísland sem áfangastað þá tvo daga sem hún stendur yfir. 11 fyrirtæki frá Vesturlandi tóku þátt í kaupstefnunni þetta árið. 

Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, segir:
„Það er gott að vera hér á Norðurlandi með ferðakaupstefnuna í ár og það er hugur í öllum þátttakendum. Hér eru ferðaþjónustuaðilar hvaðanæva úr heiminum sem selja ferðir eða hafa hug á því að hefja sölu, að kynnast löndunum þremur og því sem þau hafa upp á að bjóða. Verðmæt viðskiptasambönd verða til og önnur styrkjast. Vestnorden er svo sannarlega mikilvægur vettvangur til þess að efla ferðaþjónustuna á öllum sviðum og viðhalda því sem er. Það er líka frábært að sjá hvernig ferðaþjónustan hér á Norðurlandi hefur tekið höndum saman í þessu verkefni og unnið með okkur að því að gera kaupstefnuna sem árangursríkasta.“

Í ár gafst þátttakendum í fyrsta sinn kostur á að fara í skoðunarferð hluta úr degi á meðan kaupstefnan stóð yfir. Í þeim gafst þátttakendum einstakt tækifæri á að ræða mögulegt samstarf við nýja viðskiptafélaga, á meðan Norðurland er kannað. Ferðakaupstefnan var haldin í góðu samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands, Akureyrarbæ, Isavia og Air Iceland Connect.

Áherslur kaupstefnunnar í ár voru sjálfbærni og ábyrg ferðahegðun og því var „The Icelandic Pledge“ áberandi á sýningunni. Þar eru ferðamenn hvattir til að samþykkja atriði sem stuðla að ábyrgri ferðahegðun, svo sem að bera virðingu fyrir náttúrunni, að keyra ekki utan vega, eða koma sér ekki í hættulegar aðstæður við að taka myndir. www.inspiredbyiceland.com/icelandicpledge/  

Yfir 600 þátttakendur frá 30 löndum á Vestnorden á Akureyri


Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 6.600 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík Bjarteyjarsandur