Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Gistihúsið í Geirshlíð

Heimagistingin er í íbúðarhúsi sem var byggt árið 1948. Húsið var allt gert upp árið 2011, en reynt er að halda gamla stílnum. Fjölskyldan býr í viðbyggingu við húsið. Húsið er á þremur hæðum, en eldhúsið og gistirýmið eru á fyrstu og annari hæð. Tvö herbergi eru með handlaug. Í húsinu eru þrjú baðherbergi með sturtu. Sjampó og sturtusápa er á baðherbergjunum.

Boðið er upp á eldunaraðstöðu og aðgengi að þvottavél. Í eldhúsinu er eldavél og örbylgjuofn, helstu eldunaráhöld og krydd til matargerðar. Einnig kaffi, te og kakó (sjálfsafgreiðsla) sem er án endurgjalds. Gestir hafa aðgang að ísskáp með frystihólfi.

Herbergin eru eins manns, tveggja manna og þriggja manna/fjölskylduherbergi. Ný rúm eru í öllum herbergjum. Þau eru einstaklega þægileg og þeim fylgja mjúkar sængur og koddar.

Boðið er upp á morgunverð og kvöldverð. Panta þarf kvöldverð fyrirfram. Við notum einkum hráefni úr eigin framleiðslu til matargerðar og frá nálægum bæjum. Á morgunverðarhlaðborði er töluvert af heimatilbúnu, t.d. brauð, kökur, sultur, mjólk og egg. Grænmetið er einstaklega ferkst, því það er tínt daglega á nálægu garðyrkjubýli.

Reykingar eru ekki leyfðar innandyra.

Netsamband er í stofu og eldhúsi.

Gistihúsið í Geirshlíð

Flókadalur

GPS punktar N64° 37' 40.358" W21° 24' 7.913"
Vefsíða www.geirshlid.is
Gisting 5 Herbergi / 10 Rúm
Opnunartími 01/06 - 15/08

Gistihúsið í Geirshlíð - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Ólafur Flosason
Ferðaskrifstofur
 • Breiðabólstaður
 • 320 Reykholt í Borgarfirði
 • 897-9323
Náttúra
9.25 km
Deildartunguhver

Deildartunguhver í Reykholtsdal, um 37 km frá Borgarnesi. Deildartunguhver er vatnsmesti hver Evrópu en hann er einnig líkt og Kleppjárnsreykjahver samheiti á nokkrum hverum sem í heildina ná yfir um 50 m svæði. Úr hverunum koma 180 l af u.þ.b. 100° heitu vatni á sekúndu og er mesta uppstreymið undan 5 m háum leirbakka sem nefndur er ýmist Hverahóll eða Laugarhóll. Hverinn er nálægt bænum Deildartungu og dregur nafn af honum. Hann er friðaður. Vatni úr hvernum er dælt til Borgarness og Akraness.

Saga og menning
12.64 km
Reykholt í Borgarfirði

Reykholt er einn merkasti sögustaður landsins. Frægast er Reykholt vegna búsetu Snorra Sturlusonar 1206-1241.

Í Reykholti er forn laug Snorralaug þar sem Snorri er talin hafa setið og hvílt sig frá skriftum.

Snorrastofa í Reykholti býður upp á sýningar, leiðsögn og fyrirlestra. Öflugt tónlistarlíf er í Reykholtskirkju. Sígild tónlist í sögulegu umhverfi - Reykholtshátíð er tónlistarhátíð sem haldin er í lok júlí ár hvert.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Reykholts www.snorrastofa.is


Eitt hótel er í Reykholti sjá frekari upplýsingar hér.

Saga og menning
22.32 km
Hvanneyri

Hvanneyri er stórbýli frá landnámstíma. Fyrstur ábúanda þar er talinn hafa verið Grímur háleyski en Hvanneyri er hluti af landnámsjörð Egils Skallagrímssonar.

Landbúnaðarskóli Íslands á Hvanneyri er reistur á gömlum grunni öflugrar rannsóknarstofnunar og tveggja gróinna menntastofnana á landbúnaðarsviði, Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins, Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og Garðyrkjuskóla ríkisins. Landbúnaðarháskólinn tók til starfa í upphafi árs 2005. Skólahald á sér annars langa sögu á Hvanneyri en búnaðarskóli var stofnaður þar 1889 og 1947 var stofnuð 1947. Aðalmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands er á Hvanneyri. Megin viðfangsefni hans er nýting og verndun náttúruauðlinda á landi og bæði er boðið upp á háskólanám og starfsmenntanám.

Á staðnum er rekið eina Landbúnaðarsafn landsins auk þess sem þar má finna Ullarselið sem er einaf betri verslun landsins með ullar- og handverksvörur.

Í kringum Hvanneyri er verndarsvæði blesgæsar sem hefur viðkomu á túnum staðarins bæði vor og haust.

Fyrir börnin
10.40 km
Tröllaganga

Tröllasögur
Staðarhaldari Steinar Berg hefur skrifað nokkrar tröllasögur sem eru myndskreyttar af Brian Pilkington. Bækurnar er fáanlegar á tilboðsverði og áritaðar á staðnum.

Tröllagöngu
Gönguleiðir með skiltum og upplýsingum og myndum af tröllum. Gestir geta farið í tröllagöngu í fallegri náttúru meðfram bökkum Grímsá.

Náttúra
10.46 km
Tröllafossar

Fossa- og flúðasvæði í Grímsá. Óvenjufallegt útsýni og sjónarhorn á fjallatindinn, Skessuhorn. Á sumrin er algengt að sjá laxa stökkva upp fossana.

Í klettum við árbakkann er afar skýr tröllkonumynd.

Tröllagaður er í Fossatúni þar sem hægt er að fara í tröllaleiki og gömguferð þar sem hægt er að kynnast perósnunum úr sögunni Tryggðatröll eftir Steinar Berg.

Aðrir

Grímsstaðir 2
Beint frá býli
 • Grímsstaðir 2
 • 320 Reykholt í Borgarfirði
 • 435-1191, 862-0191
Norðtunga 3
Beint frá býli
 • Norðtunga 3
 • 311 Borgarnes
 • 566-7414
N1 - Þjónustustöð
Kaffihús
 • Reykholt
 • 320 Reykholt í Borgarfirði
 • 435-0050

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 6.600 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík