Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Höfðagata Gisting

Hlýleg og notaleg gistiaðstaða á besta stað í jaðri gamla bæjarins. Húsið stendur uppi á hæð þaðan sem gott útsýni er yfir hluta bæjarins, út á Breiðafjörð og til fjalla.

Stutt er í alla þjónustu svo sem veitingastaði, kaffihús, verslanir, golfvöll, söfn og sundlaug.

Í húsinu eru fimm björt, notaleg og vel búin tveggja manna herbergi með uppábúnum rúmum og handklæðum. Eitt herbergið er með sérbaðherbergi með sturtu. Önnur herbergi hafa aðgang að tveimur sameiginlegum baðherbergjum með sturtu.

Í stærri herbergin er hægt að setja 1-2 aukarúm, uppábúin með handklæðum. Uppábúið barnarúm er hægt að fá endurgjaldslaust (börn ca. 0-2 ára).

Í húsinu er rúmgóð og notaleg setustofa með sjónvarpi og borðstofu til sameiginlegra afnota fyrir gesti. Úr setustofu er gengið út í garð þar sem er grill og heitur pottur.

Ekki er boðið upp á morgunverð en gestum okkar er velkomið að nota aðstöðuna til að útbúa sinn eigin morgunverð.

Ókeypis þráðlaust netsamband.

Höfðagata Gisting

Höfðagata 11

GPS punktar N65° 4' 30.015" W22° 43' 43.514"
Sími

831-1806

Vefsíða www.hofdagata.is
Opnunartími Allt árið
Þjónusta Hárgreiðslustofa Aðstaða til bæna Opið allt árið Viti Aðgengi fyrir hreyfihamlaða Fundaraðstaða Reykingar bannaðar Aðgengi hjólastóla með aðstoð Athyglisverður staður Athyglisverður staður Gönguleið Apótek Fuglaskoðun Útsýni með hringsjá Útsýni Kaffihús Veitingastaður Sundlaug Íþróttahús Aðgangur að interneti Þvottavél Heitur pottur Sjóstangveiði Golfvöllur Bakarí Listasafn Pósthús Handverk til sölu Hraðbanki Banki Bókasafn Bátsferðir Fiskihöfn Tekið við greiðslukortum Bar Bílferja Morgunverður eingöngu
Flokkar Heimagisting

Höfðagata Gisting - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Stykkishólmur Slowly ehf.
Gönguferðir
 • Hafnargata 4
 • 340 Stykkishólmur
 • 766-0996
Saga og menning
1.12 km
Viti - Súgandiseyjarviti

Árið 1948 var ljóshúsi sem áður hafði verð notað á Gróttuvita komið fyrir á steinsteyptri plötu í Súgindisey við Stykkishólm. Ljóshúsið er frá 1897 teiknað af dönsku vitamálastofnuninni.

Ljóshúsið er elsta vitamannvirkið sem starfrækt er hér á landi, þó svo að það hafi ekki alltaf staðið á sama stað.

Upplýsingar eru fengnar úr bókinni Vitar á Íslandi sem Siglingastofnun Íslands gaf út árið 2002

Náttúra
6.37 km
Helgafell

Fornfrægt fjall (73 m) þaðan er fagurt útsýni yfir Breiðafjörð.

Þjóðtrúin segir að þrjár óskir uppfyllist ef maður lítur aldrei um öxl og mælir ekki orð af munni meðan gengið er á fjallið. Óskirnar mega einungis vera góðs hugar, engum má segja þær og biðjandi þarf að horfa til austurs.

Upp á Helgafelli er útsýnisskífa svo auðvelt er að átta sig á fjallahringnum.

Núverandi kirkja á Helgafelli var reist 1903 og tekur 80 manns í sæti.

Guðrún Ósvífursdóttir, ein helsta sögupersóna Laxdælu bjó síðari hluta ævi sinnar á Helgafelli. Þar var hún greftruð að írskum sið. Á leiðinu er minnisvarði gerður úr steini úr Helgafelli með ártalinu 1008, en steinninn var settur á leiðið 1979.

Árið 1184 var klaustur af Ágústínusarreglu flutt frá Flatey að Helgafelli og eftir það var staðurinn menntasetur og höfuðstaður bóklegrar iðju á Vesturlandi.

Upp á Helgafelli er tóft, hlaðinn úr hellugrjóti sem talin er vera rúst af kapellu munkanna.

Saga og menning
9.58 km
Viti - Elliðaeyjarviti

Árið 1902 var fyrst reistur viti í Elliðaey. Danski vitamálastjórinn Ravn teiknaði þann vita en samstarfsmaður hans Brinch vitaverkfræðingur hafði skoðað aðstæður í Elliðaey árið 1897.

Vitinn var lítið timburhús á steinhlöðnum grunni 1,6 x 1,9 m að grunnfleti. Vitinn reyndist ekki nógu vel og því var byggður nýr viti árið 1905. Sá reyndist ekki heldur fullnægjandi og því var enn á ný ráðist í vitabyggingu árið 1921. Reistur var 10 m hár járngrindarviti og sett á hann ljóshúss smíðað á járnsmíðaverkstæði ríkisins.

Árið 1951 var síðan byggður steinsteyptur 8 m hár viti í Elliðaey sem Axel Sveinsson verkfræðingur teiknaði.

Vitinn er þrístrendur að grunni sem er mjög fátítt á Íslandi. Aðeins einn annar viti á landinu er af sama formi það er Stokksnesviti, sem Ágúst Pálsson arkitekt teiknaði.

Íbúðarhús, fjárhús, fjós og hlaða voru byggð í Elliðey fyrir vitavörð en föst búseta lagðist þar síðan af árið 1964.

Upplýsingar eru fengnar úr bókinni Vitar á Íslandi, útgefandi Siglingastofnun Íslands, árið 2002.

Náttúra
10.77 km
Drápuhlíðarfjall

Drápuhlíðarfjall er 527 m, litskrúðugt og sérkennilegt fjall blasir við þegar keyrt er eftir þjóðvegi 54 í nánd við Stykkishólm.

Í fjallinu er bæði basalt og líparít. Surtarbrandur milli blágrýtislaga og steingerðir trjábolir. Mikið um brennisteinskís og ýmsa sérkennilega steina, japis og glerhalla.

Talið var að gull væri í fjallinu og þess var leitað en magnið þótti of lítið.

Eftir miðja síðustu öld var vinsælt að taka grjót úr Drápuhliðarfjalli og nota í arinhleðslur en grjóttaka er algjörlega bönnuð í dag.

Aðrir

Gallerí Braggi
Handverk og hönnun
 • Aðalgötu 28
 • 340 Stykkishólmur
 • 893-5588 , 438-1808
Amtsókasafnið Stykkishólmi
Bóka- og skjalasöfn
 • Borgarbraut 6a
 • 340 Stykkishólmur
 • 433-8160

Aðrir

Olís - Þjónustustöð
Bensínstöð
 • Aðalgata 25
 • 340 Stykkishólmur
 • 438-1254
Bjarnarhöfn Bistro
Veitingahús
 • Bjarnarhöfn, Helgafellssveit
 • 340 Stykkishólmur
 • 438-1581
Stykkið Pizzagerð
Veitingahús
 • Borgarbraut 1
 • 340 Stykkishólmur
 • 438-1717

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 6.600 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík Bjarteyjarsandur