Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Jörvi í Haukadal

Á Jörva er keramikverkstæði og gisting í litlu húsi. Gistingin er opin allt árið, en verkstæðið er opið eftir samkomulagi. Þar er hægt að sjá listaverk verða til og versla vandað handverk.

Jörvi er þekktur í sögunni vegna hinnar frægu Jörvagleði sem haldin var af vinnufólki til sveita á öldum áður, þar til seint á 17. öld, þegar hún var bönnuð vegna meintrar ósiðlegrar hegðunar gesta.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Jörvi í Haukadal

Jörvi

GPS punktar N65° 3' 10.176" W21° 29' 7.184"
Sími

862-6102

Gisting 2 Rúm
Opnunartími Allt árið

Jörvi í Haukadal - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Náttúra
0.64 km
Jörfi

Á Jörfa stóð hin alræmda gleðisamkoma á hverju hausti á 17 öld. Hún var endanlega bönnuð árið 1708.

Saga og menning
2.29 km
Eiríksstaðir

Eirikur rauði og konan hans Þjóðhildur reistu sér bú að Eiríksstöðum í Haukadal eftir því sem segir í Eiríks sögu rauða. Þar er talið að Leifur heppni og bræður hans séu fæddir.

Eiríkur var gerður útlægur af Íslandi fyrir víga sakir og leitaði þá landa í vestri. Fann hann land er hann nefndi Grænland. Þangað flutti hann með fjölskylduna árið 985 eða 986 og fjöldi fólks fylgdi honum.

Leifur kannaði Vínland árið 1000, fyrstur Evrópubúa, nær 500 árum á undan Kólumbusi. Leifur heppni er því meðal merkustu landkönnuða sögunnar. ´

Rústir Eiríksstaða voru kannaðar fyrir miðja síðustu öld og aftur 1997-1999. Kom þá í ljós skáli frá 10. öld og eru rústir hans sýnilegar. Skammt frá rústunum var reist tilgátu sem var vígt árið 2000, á 1000 ára afmæli landafunda Leifs í Ameríku. Við bygginguna var lögð áherslu á að styðjast við rústirnar, rannsóknir og fornt verklag.

Í bænum er lifandi starfsemir og fólk klætt að fornum sið fræðir gesti. Þá eru söguskilti á svæðinu og stytta af Leifi eftir Nínu Sæmundsson.

Aðrir

Veiðistaðurinn
Veitingahús
  • Vesturbraut 12a
  • 370 Búðardalur
  • 434-1110
Dalakot
Gistiheimili
  • Dalbraut 2
  • 370 Búðardalur
  • 434-1644

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 6.600 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík