Flýtilyklar
Suður-Bár
Boðið er upp á gistingu í smáhýsum og herbergjum. Herbergi með og án baðs í uppbúnum rúmum og morgunverður í boði.
Níu holu golfvöllur Grundfirðinga er á staðnum tilboð á gistingu og golfi. Fallegt útsýni út á Breiðafjörðinn og á Snæfellsnesfjallgarðinn. Stutt niður í fjöru og góðar gönguleiðir í nágrenninu.
Suður-Bár - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands
Bátaferðir
Láki Tours
Hótel
Kirkjufell Hótel
Dagsferðir
Snæfellsnes Park Excursions & Activity
Golfvellir
Golfklúbburinn Vestarr
Sundlaugar
Sundlaugin Grundarfirði
Dagsferðir
Hálendið
Búlandshöfði
Búlandshöfði er höfði sem gengur brattur í sjó fram milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur. Þar er góður áningastaður þar sem er mjög fallegt útsýni yfir Breiðafjörð allt til Barðastrandar og jafnvel til Grænlands ef veður er bjart. Einnig er þaðan mjög skemmtilegt sjónarhorn að Snæfellsjökli, yfir Fróðárrifið, upp í Fróðárheiði og út á Rif.
Náttúra
Kirkjufellsfoss
Fossinn sem kenndur er við Kirkjufell, mest myndaða fjall landsins, Kirkjufellsfoss, er ákaflega fallegur foss skammt frá Grundarfirði á Snæfellsnesi. Afar vinsælt er að fara yfir gömlu brúnna sem liggur ofan við fossinn og njóta þaðan stórkostlegs útsýnis á Kirkjufellið.
Náttúra
Norðanvert Snæfellsnes
Á norðanverðu Snæfellsnesi er mikið um hraun, firði og voga, marglit fjöll, fossa, vötn, ár og læki. Þar er nokkuð gróið af fjalldrapa og birki austast, en einnig eru sjávarþorp og fallegir bæjir hver með sínum sjarma, sem gaman er að heimsækja. Falleg fjallasýn og einstakt útsýni yfir Breiðafjörðinn og Breiðafjarðareyjarnar.
Náttúra
Kirkjufell
Kirkjufell er mest myndaða fjall Íslands og þykir vinsælt að ná mynd af fjallinu með Kirkjufellsfossinn í forgrunni. Fjallið er 463 m og myndast vel frá þéttbýlinu og frá ströndinni og sjónum allt í kringum fjörðinn.
Útsýni frá gönguleiðunum í fjöllunum ofan við þéttbýlið er stórkostlegt. Erlendir miðlar hafa lofað fjallið í hástert og hefur það meðal annars verið sett á lista yfir 10 fallegustu fjöll heims.
Náttúra
Berserkjahraun
Berserkjahraun er úfið apalhraun með gíghólum og söguminjum í Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Hraunið hefur runnið úr gígum norðan Kerlingaskarðs þar sem stærstur er Rauðakúla en þaðan rann einnig hraunið Bláfeldarhraun í Staðarsveit. Næst koma svo Grákúla og þá Kothraunskúla. Hraunið rann til sjávar við Bjarnarhöfn og út í Hraunsfjörð og er það á náttúruminjaskrá.
Berserkjahraun er frægt úr Heiðarvíga sögu sem talin er ein af elstu Íslendingasögunum en þar segir frá afkomendum Egils Skallagrímssonar og langvarandi deilum og átökum Borgfirðinga og Húnvetninga sem náðu hámarki í bardaga á heiðinni Tvídægru.
Dýralíf
Kolgrafarfjörður og Hraunsfjörður
Í Kolgrafarfirði er mikið dýralíf. Þar heldur stór hluti svartbaksstofnsins sig ásamt 38 öðrum fuglategundum. Þar er einnig að finna háhyrninga, hnýðinga og seli. Hraunsfjörður gengur inn úr Kolgrafafirði, langur en þröngur. Á flóði og fjöru er út- og innstreymi svo mikið að straumurinn líkist beljandi stórfljóti.
Söfn
Bjarnarhöfn
Upplýsingamiðstöðvar
Upplýsingamiðstöð Grundarfjarðar
Aðrir
- Eyrarvegur 20
- 350 Grundarfjörður
- 842-1307
- Sæból 13
- 350 Grundarfjörður
- 893-7714
Bátaferðir
Láki Tours
Kaffihús
Láki Hafnarkaffi
Söfn
Bjarnarhöfn
Hótel
Kirkjufell Hótel
Veitingahús
Bjargarsteinn Mathús
Upplýsingamiðstöðvar
Upplýsingamiðstöð Grundarfjarðar
Aðrir
- Grundargata 33
- 350 Grundarfjörður
- 7745534
- Grundargata 59
- 350 Grundarfjörður
- 4386959
- Bjarnarhöfn, Helgafellssveit
- 340 Stykkishólmur
- 438-1581