Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Tjaldsvæðið Grundarfirði

Tjaldsvæðið er staðsett í ofanverðum jaðri bæjarins með einstakt útsýni hvort sem er til sjávar eða fjallgarðsins. Svæðinu er skipt upp í nokkur minni svæði þar sem hver og einn gestur getur fundið náttstað við sitt hæfi.

Á tveimur stærstu svæðunum eru WC með aðstöðu til að vaska upp leirtau ásamt aðgengi fyrir fatlaða. Örstutt í fallegar gönguleiðir bæði við sjóinn og til fjalla eða bara bæjarrölt. Grundarfjörður er rómaður fyrir lognstillu á kvöldin þar sem kvöldsólin nýtur sín til hins ýtrasta.

Stutt er í flesta þjónustu bæði verslun, kaffihús, veitingastaði, bensín, hvalaskoðun, kajakleigu, eða bara niður á höfn. Allt er í c.a 10 mín göngufæri við tjaldsvæðið en sundlaug, leikvöllur, sparkvöllur og íþróttavöllur eru við hliðina á svæðinu.

Gjaldskrá tjaldsvæðis (gildir sumarið 2019):

Gjald á sólarhring:
Fullorðnir: 1.100 kr.
Börn yngri en 16 ára: Frítt
Ellilífeyrisþegar og öryrkjar: 850 kr.
Rafmagn: 950 kr.
Afsláttarkjör:
Þriggja daga dvöl: -15%
Sex daga dvöl: -25%

5579_1___Selected.jpg
Tjaldsvæðið Grundarfirði

Borgarbraut 19

GPS punktar N64° 55' 17.494" W23° 15' 31.988"
Sími

831-7242

Opnunartími 01/06 - 30/11
Þjónusta Losun skólptanka Hundar leyfðir Opið á sumrin Hestaferðir Almenningssalerni Gönguleið Tjaldsvæði Sundlaug Íþróttavöllur Golfvöllur
Flokkar Tjaldsvæði

Tjaldsvæðið Grundarfirði - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Golfklúbburinn Jökull
Golfvellir
 • Fróðá
 • 355 Ólafsvík
 • 861-9640
Brimhestar
Gistiheimili
 • Brimilsvellir
 • 356 Snæfellsbær
 • 436-1533, 864-8833
Náttúra
3.77 km
Kirkjufell

Kirkjufell er fjall (463 m y.s.) í Eyrarsveit við vestanverðan Grundarfjörð á norðanverðu Snæfellsnesi, Íslandi. Kirkjufell er stundum lýst sem einu sérkennilegasta ef ekki fegursta fjalli á Snæfellsnesi.

Hægt er að ganga í kringum fjallið, sem tekur um þrjá klukkutíma. Óvönu fjallafólki er ráðið frá uppgöngu þó fjallið sé ágætlega kleift.

Aðrir

Krums
Handverk og hönnun
 • Eyrarvegur 20
 • 350 Grundarfjörður
 • 842-1307
Sögustofan
Setur og menningarhús
 • Sæból 13
 • 350 Grundarfjörður
 • 893-7714

Aðrir

Kaffi 59
Kaffihús
 • Grundargata 59
 • 350 Grundarfjörður
 • 438-6959
Kjörbúðin (grill, bensínstöð, verslun)
Kaffihús
 • Grundargata 38
 • 350 Grundarfjörður
 • 438-6700

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 6.600 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík Bjarteyjarsandur