Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Ferðaþjónustan Hjalla

Tjaldsvæði með salernis- og sturtuaðstöðu sem er opið yfir sumarið. Opnunartímabil tjaldsvæðis er þó háð tíð og veðurfari.

Ágætis göngusvæði og veiði í Meðalfellsvatni.

1 km frá Hjalla er Kaffi Kjós þar sem gestir geta fengið sér hressingu eða máltíðir. Fallegt útsýni yfir vatnið.

6904150d579bc7bdeafa4fab34397cae
Ferðaþjónustan Hjalla

Kjós

GPS punktar N64° 18' 16.607" W21° 32' 32.903"
Vefsíða www.kaffikjos.is
Opnunartími Allt árið
Þjónusta Fundaraðstaða Sumarhúsaleiga Kaffihús Veitingastaður Tjaldsvæði Ferðamannaverslun Tekið við greiðslukortum

Ferðaþjónustan Hjalla - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Náttúra
11.10 km
Þórufoss

Skammt frá upptökum Laxár í Stíflisdalsvatni í Kjós er fallegur foss sem heitir Þórufoss. Fossinn er stærsti fossinn í Laxá í Kjós eða 18 metra hár og er hann efsti veiðistaður árinnar. Fossinn er fallegur áningastaður og hægt er að ganga stutta leið að fossinum frá bílastæði sem staðsett er við þjóðveginn.

Náttúra
10.88 km
Hvalfjörður

Hvalfjörðurinn er 30 m km langur og 84 m djúpur þar sem hann er dýpstur.

Í seinni heimstyrjöldinni á árunum 1940-1945 var flotastöð bandamanna innst í Hvalfirði þar sem Hvalstöðin er. Þar var skipalægi og viðkomustaður skipalesta á leið milli Bandaríkjanna og Rússlands oft á tíðum var fjöðurinn fullur af skipum. Bækistöðvar voru reistar í landi Litlasands og Miðsands. Enn má sjá minjar frá stríðsárunum og eru þar meðal annars braggar sem hafa verið gerðir upp.

Hótel Glymur býður upp á hernámsára söguferð um Hvalfjörðinn.

Náttúra
14.75 km
Staupasteinn

Staupasteinn er bikarlaga steinn við gamla þjóðveginn um Hvalfjörð skammt frá Hvammsvík. Vinsæll áningastaður ferðamanna hér áður fyrr vegna fagurs útsýnis.

Steininn var friðlýstur 1974. Staupasteinn er einnig þekktur undir nöfnunum: Prestasteinn, Steðji og Karlinn í Skeiðhóli.

Einbúinn Staupa-Steinn skaut upp kollinum í kynningarstarfi vegna Hvalfjarðarganga vorið 1997 og prýddi þá m.a. boli þátttakenda í víðavangshlaupi sem Spölur styrkti á Akranesi og límmiða til að setja á bílrúður. Þessi geðþekki, síðhærði og skeggjaði karl Staupa-Steinn er fáum sýnilegur. Hann er kenndur við bústað sinn, Staupastein, og unir sér vel á þeim slóðum.

Erla Stefánsdóttir sjáandi hefur oft staldrað við hjá Staupa-Steini á leið sinni fyrir Hvalfjörð og lýsir honum sem góðlyndum, gamansömum og sérlega barngóðum. Best skemmtir hann sér þegar fjölskyldufólk staldrar við nálægt Staupasteini og krakkar leika sér með bolta á meðan foreldrar njóta útilofts og náttúrufegurðar. Staupa-Steinn veit nefnilega ekkert skemmtilegra en atast í boltaleikjum með krökkum.

Náttúra
2.83 km
Meðalfellsvatn

Meðalfellsvatn er 2 km2 að flatarmáli. Mesta dýpi vatnsins er tæplega 19 m og meðaldýpi er 4,4 m. Dýpsti hluti þess er í því austanverðu en meginhluti þess er tiltölulega grunnur (2 - 4 m). Vatnasvið Meðalfellsvatns er um 39 km2 . Í það sunnanvert renna smáárnar Flekkudalsá með upptök í Flekkudal í norðanverðri Esju og Sandsá með upptök í norðanverðum Móskarðshnjúkum. Úr Meðalfellsvatni norðvestanverðu fellur áin Bugða sem rennur í Laxá.

Meðalfellsvatn er áhugaverður staður til fuglaskoðunar. Himbrimar verpa við vatnið og mikill fjöldi straumanda sækir í bitmýslirfur á botni Bugðu snemma á vorin. Í Meðalfellsvatni hefur ævinlega verið nokkur silungsveiði og jafnvel laxveiðar. Á vatnasvæði Bugðu og Laxár eru allar hérlendar vatnafisktegundir: lax, bleikja, urriði, áll og hornsíli.

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 7.400 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík Bjarteyjarsandur