Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Söðulsholt

Við bjóðum upp á gistingu í 4 bústöðum, byggðir 2015/2016 og er svefnaðstaða fyrir 4 í hverjum bústað. Hver bústaður er með þráðlaust net (wifi) fyrir tölvupóst og til að vafra á internetinu, 1 svefnherbergi/hjónarúm og svefnloft með tveimur einstaklingsrúmum, vel útbúið eldhús, setustofu, baðherbergi með sturtu og góða útiverönd með útigrill. Lágmarksdvöl eru 3 nætur frá 01.05. til 31.08 (2 nætur á veturnar).

Gestir okkar geta mögulega bókað stuttar hestaferðir eða rennt fyrir lax og silung á svæðinu. (Aukagjald).

Hestasýningar í boði fyrir hópa, lagmarksfjöldi 15 manns.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana. Athugið að hestaleiga er einungis fyrir gesti í sumarhúsunum.

Söðulsholt

Söðulsholt

GPS punktar N64° 50' 4.384" W22° 25' 53.764"
Sími

895-5464

Opnunartími Allt árið

Söðulsholt - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Náttúra
4.42 km
Löngufjörur

Ljósar skeljasandsfjörur á sunnanverðu Snæfellsnesi sem eru vinsælar til útreiða. Varasamt að fara um nema með leiðsögn.

Náttúra
4.11 km
Gerðuberg

Mikilfenglegt stuðlaberg. Undir berginu er gömul rétt þar sem tilvalið er að snæða nesti og njóta útsýnisins.

Náttúra
12.88 km
Eldborg

Formfagur gjallgígur sem rís 60 m yfir hraunið í kring og er stærstur gíga í stuttri gossprungu. Eldborg er 200 m í þvermál og 50 m djúp.

Eldborg var friðlýst 1974.

Auðveldast er að ganga á Eldborg frá Snorrastöðum, 2,5 km. Hægt er að ganga upp á gígbarminn og ganga eftir honum allan hringinn.

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 6.600 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík