Flýtilyklar
Hótel Langaholt
Gistihúsið Langaholt, á sunnanverðu Snæfellsnesi, er umfaðmað stórbrotinni náttúru. Til norðurs mikilfenglegur fjallgarður, til suðurs gullin strönd og til vesturs blasir við Snæfellsjökull í allri sinni dýrð.
Gistingin í Langaholti telur 40 herbergi, öll með sér baði.
Í Langaholti er metnaðarfullur sjávarréttaveitingastaður þar sem kappkostað er að galdra fram ljúffenga rétti úr því besta sem hafið við Snæfellsnes gefur.
Tjaldsvæði er einnig í boði og þaðan er stutt að skreppa á ströndina til að njóta og leika við sjóinn.
Í túnfætinum er 9 holu "Links" golfvöllur í mjög náttúrulegu umhverfi og er undirlag hans uppgróinn foksandur af ströndinni og öll upplifun verður mjög "Skosk".
Ytri-Garðar Staðarsveit

Sumarnótt á Snæfellsnesi
Einnar nætur gisting og gómsætur kvöldverður fyrir tvo. - verð 29.900kr

Gisting og Golf á Snæfellsnesi
Golf daggjald fyrir tvo í 2 daga og gisting í 2 nætur í Comfort herbergi. Verð 29.900 kr.
Hótel Langaholt - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands