Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Lava Water Gisting

Lava Water býður upp á gistingu á sveitabænum Miðhrauni 2 og Lynghaga, staðsett á sunnanverðu Snæfellsnesi. Um er að ræða 6 tegundir gistirýma fyrir samtals 51 manns sem allar bjóða upp á vel búið eldhús, uppábúin rúm, handklæði og frítt WiFi. Tilvalið fyrir bæði einstaklinga og hópa. Hægt er að panta morgunverðarbakka og eins geta hópar 10+ fengið tilboð í morgunmat sem framreiddur er á svæðinu.

Lava Water er góður kostur fyrir þá sem vilja getað eldað sér sjálfir, upplifað kyrrðina í sveitinni og skoðað Snæfellsnesið. Áhugasamir göngugarpar geta jafnvel gengið á fjöll frá Miðhrauni, t.d. Ljósufjöll og Rauðukúlu eða tekið styttri göngur um hraunið sem bærinn hlýtur nafnið af (ekki eru merktar gönguleiðir).

Leikvöllur er á svæðinu með stóru trampolini sem bæði börn og fullorðnir hafa gaman af.

Á bænum er rekið lítið lífrænt sauðfjárbú með u.þ.bþ 80 kindum. Einnig eru hér hundar, hænur og hestar.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Lava Water Gisting

Miðhraun 2

GPS punktar N64° 51' 40.068" W22° 39' 59.876"
Sími

893-3333

Vefsíða www.lavawater.is
Opnunartími Allt árið
Flokkar Gistiheimili

Lava Water Gisting - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Sögufylgja
Gönguferðir
  • Álftavatn
  • 356 Snæfellsbær
  • 848-2339
Þórunn Hilma Svavarsdóttir
Gönguferðir
  • Neðri-Hóll
  • 356 Snæfellsbær
  • 893-5240
Náttúra
17.64 km
Gerðuberg

Mikilfenglegt stuðlaberg. Undir berginu er gömul rétt þar sem tilvalið er að snæða nesti og njóta útsýnisins.

Náttúra
24.54 km
Ytri Tunga

Fjaran við bæinn Ytri-Tungu er tilvalinn staður til að skoða seli. Besti tíminn til selaskoðunar er í júní og júlí.

Náttúra
17.82 km
Ölkelda

Við bæinn Ölkeldu er laug þar sem koldíoxíð (CO2) kemur upp með grunnvatninu. Hægt er að smakka á ölkelduvatninu.

Náttúra
9.07 km
Löngufjörur

Ljósar skeljasandsfjörur á sunnanverðu Snæfellsnesi sem eru vinsælar til útreiða. Varasamt að fara um nema með leiðsögn.

Saga og menning
19.40 km
Staðastaður

Staðastaður er prestsetur og þar var prestur Ari fróði árin 1076-1148. Hann er þekktur fyrir ritun sína á Íslendingabók, sem er elsta og eitt merkasta sagnfræðirit Íslendingasögunnar. Minnisvarði um Ara fróða eftir Ragnar Kjartansson stendur skammt frá kirkjunni.Núverandi kirkja er steinsteypt reist á árunum 1942- 1945.

Sögusviðið í Kristnihaldi undir Jökli eftir Halldór Kiljan Laxness er að nokkru leiti komið til á Staðastað.

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 6.600 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík Bjarteyjarsandur