Flýtilyklar
Hraunsnef sveitahótel
Á sveitahótelinu eru 15 herbergi. Fimm herbergi á jarð hæð og tíu herbergi á efri hæð. Herbergin á annari hæð eru öll með útsýni úr hverjum glugga, og eru herbergin á fyrstu hæð með sér pall. Herbergin eru innréttuð hvert í sínum stíl.
Herbergin hafa öll sama útbúnað: sér inngangur, snyrting með sturtu, hárþurrka og sléttujarn, sloppar, sjónvarp.
Smáhýsi: við bjóðum uppá tvö 15 fm smáhýsi. Þau eru útbúin með hjónarúmi 140 x 200 cm, sér klósetti, sjónvarpi og eldhúskrók. Gistirými fyrir 2 mannskjur. Einnig bjóðum við uppá eitt 25 fm smáhýsi sem er útbúið með hjónarúmi 140 x 200 cm með koju yfir 80 x 190 cm ásamt einu einstaklingsrúmi 90 x 200 cm og svefnsófa 110 x 190 cm. Sér klósett og sturta, eldhúskrókur og sjónvarp er í húsinu. Gistirými fyrir allt að 5 manns. Hægt er að leigja smáhýsin með eða án sængurfata. Án sængurfata eru smáhýsin eins og svefnpokapláss þ.e. enginn sængurföt, ekki handklæði eða sloppar. Með sængurfötum fylgja einnig handklæði og sloppar.
Heitir pottar: það er alltaf gaman að busla í vatni. Hér er hægt að velja um að leika sér á tjörninni í gúmmíbát eða að slappa af í unaðslega heitum pottum.
Skoðunarferðir um dýraríkið: margar sortir af dýrum er að finna á Hraunsnefi og gaman er að halda í skoðunarferð og sjá dýrin og jafnvel fá smá brauð og gefa þeim.
Veitingastaðurinn er opinn allt árið. Opið daglega frá 12-21.
Fleira upplýsingar er hægt að nálgast á www.hraunsnef.is
Norðurárdal










Sumartilboð - Gisting og morgunverður
Gisting í eina nótt ásamt morgunverði:
Einsmanns herbergi 15.900,-
Tveggjamanna herbergi 18.900,-
Þriggjamanna herbergi 21.900,-
Gisting í tvær nætur ásamt morgunverði:
Einsmanns herbergi 23.900,-
Tveggjamanna herbergi 28.900,-
Þriggjamanna herbergi 33.900,-
Hraunsnef sveitahótel - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands