Flýtilyklar
Veitingar

Fyrir svanga og þyrsta er óþarfi að örvænta, því nóg er af
veitingastöðum, kaffihúsum, ísbúðum og djúsbörum um allt Vesturland.
Barir og skemmtistaðir
Í flestum þéttbýliskjörnum eru krár og á stærri stöðum eru þær margar. Í mörgum stórum byggðarlögum eru einnig skemmtistaðir eða klúbbar af ýmsum gerðum og gæðum. Þeir sem hafa gaman að slíku ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Beint frá býli
Víða má finna bændamarkaði, bæði í dreifbýli og þéttbýli. Margir eru
aðeins starfræktir á sumrin, en aðrir árið um kring. Þar er hægt að nálgast ferskt grænmeti og
ber, kjöt beint frá býli og margt fleira góðgæti.
Heimsending
Sumir veitingastaðir eru með heimsendingarþónustu eða bjóða viðskiptavinum
upp á að sækja matinn.
Kaffihús
Þau finnast um allt land. Mörg þeirra í höfuðborginni og stærri þéttbýliskjörnum
en sum má finna á ólíklegustu stöðum til dæmis í bragga úti í móa eða í skúr niðri við sjó.
Verð og úrval er afar mismunandi.
Skyndibiti
Margir smærri matsölustaðir bjóða upp á smurt brauð, súpur eða
íslenskan heimilismat. Frábær kostur fyrir þá sem kjósa óformlega og heimilislega
veitingastaði.
Veitingahús
Urmull veitingastaða er um allt Vesturland í öllum verð- og gæðaflokkum og því af nógu að taka fyrir alla. Hvort sem fólk hefur áhuga á heilsufæði eða einhverju minna heilsusamlegu, erlendri eða innlendri matargerð, ætti að vera hægur leikur að finna eitthvað gómsætt.