Hvalfjörður í Hvalfjarðarsveit
Hvalfjörður er einn lengsti fjörður landsins. Landslagið er fjölbreytt, bæði allmikið undirlendi en einnig snarbrattar hlíðar formfagurra fjalla og vogskornar og lífauðugar strendur.
Náttúrufegurð er víða og möguleikar óþrjótandi til að njóta frábærrar útiveru í nágrenni við höfuðborgarsvæðið. Vesturlandsvegur liggur eftir endilöngu sveitarfélaginu frá Hvalfjarðargöngum að Borgarfjarðarbrú. Þar er að finna eina stærstu höfn landsins og tvö stóriðjuver. Flestir íbúar búa í dreifbýli, en þó eru þéttbýliskjarnar í Melahverfi, Hlíðarbæ og víðar.
Sveitarfélagið rekur einn leikskóla, Skýjaborg, í Melahverfi og einn grunnskóla, Heiðarskóla, í landi Leirár í Leirársveit.