Flýtilyklar
Gilbakki Kaffihús
Gilbakki er krúttlegt kaffihús í einu fallegasta húsinu á Hellissandi. Á Gilbakka er boðið uppá fiskisúpu með glænýjum fiski úr Breiðafirði og brauð, gæða kaffi frá Kaffitári og heimabakaðar hnallþórur að snæfellskum sið.
Opið er alla daga frá 1. júní 11:00-17:00
Gilbakki v/ Höskuldarbraut
Gilbakki Kaffihús - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands
Ferðaskrifstofur
Út og vestur
Tjaldsvæði
Hótel Arnarstapi
Sumarhús
Stóri Kambur
Aðrir
- Böðvarsholt
- 356 Snæfellsbær
- 867-4451
Náttúra
Norðanvert Snæfellsnes
Á norðanverðu Snæfellsnesi er mikið um hraun, firði og voga, marglit fjöll, fossa, vötn, ár og læki. Þar er nokkuð gróið af fjalldrapa og birki austast, en einnig eru sjávarþorp og fallegir bæjir hver með sínum sjarma, sem gaman er að heimsækja. Falleg fjallasýn og einstakt útsýni yfir Breiðafjörðinn og Breiðafjarðareyjarnar.
Saga og menning
Viti - Malarrifsviti
Árið 1917 var reistur 20 m hár járngrindarviti yst á Malarrifi, nálægt Lóndröngum á Snæfellsnesi.
Árið 1946 var byggður nýr steinsteyptur viti í stað járngrindarvitans. Vitinn er 20,2 m hár sívalur turn. Fjórir stoðveggir eru upp með turninum. Í vitanum eru fimm steinsteypt milligólf með tréstiga milli hæða. Ágúst Pálsson arkitekt hannaði vitann.
Íbúðarhús fyrir vitavörð var reist við Malarrifsvita árið 1948 en Starfsmannafélag Siglingastofnunar Íslands fékk húsið til afnota árið 1999.
Malarrifsviti var friðaður árið 2003 ásamt sex örðum vitum þegar haldið var upp á að 125 ár voru frá því að fyrsti vitinn var reistur.
Upplýsingar eru meðal annars fengnar úr Vitar á Íslandi, útgefandi Siglingastofnun Íslands árið 2002.
Náttúra
Hólahólar
Hólahólar eru forn gígaþyrping. Einn gíganna er opinn á hlið en botninn er sléttur og gróinn svo minnir helst á geysimikið hringleikahús. Eyðibýlið Hólahólar var áður höfuðból þegar útræði var í Dritvík og á Djúpalónssandi, en lagðist í eyði 1880 og síðan hefur huldufólk ráðið þar ríkjum æ síðan að talið er.
Náttúra
Hellnar
Hellnar var um aldir ein af stærstu verstöðvunum á Snæfellsnesi.
Bergrani austan við höfnina heitir Valasnös en þar er hin rómaði hellir sem nefnist Baðstofa. Litbrigði í hellinum eru mjög breytileg eftir birtu og sjávarföllum, fallegastur er hann talinn vera snemma morguns í sólskini á háflóði.
Ásgrímsbrunnur á Hellnum er kenndur við Ásgrím Hellnaprest (1758-1829). Hann hjó brunn í bergið þar sem aldrei hafði áður verið vatn.
Hellnar er vinsæll áningarstaður ferðamanna í mestu nálægð jökulsins og þar er einnig hótel og kaffihús.
Náttúra
Skálasnagaviti
Skálasnagaviti vísar sjófarendum leið og laðar til sín fjölda ferðamanna, bæði innlenda og erlenda. Vitinn stendur á Skálsnaga í Saxhólsbjargi en bjargið nefnist Svörtuloft séð af sjó, en af landi nefnast björgin björgin Saxhólsbjarg syðri hlutinn og Nesbjarg norðar.
Náttúra
Arnarstapi
Á Arnarstapa var áður fyrr kaupstaður og mikið útræði og lendingin var talin ein sú besta undir Jökli.
Arnarstapi er vinsæll ferðamannastaður, þar er hótel, tjaldsvæði, gistihús og veitingastaðir. Þaðan er einnig boðið er upp á ferðir á Snæfellsjökul.
Ströndin milli Arnarstapa og Hellna er friðland síðan 1979. Gönguleiðin þar á milli er að hluta til gömul reiðgata.
Steinlistaverkið Bárður Snæfellsás eftir Ragnar Kjartansson myndhöggvara setur mikinn svip á svæðið..
Smábátahöfnin var endurbætt árið 2002 og er í dag eina höfnin á sunnanverðu Snæfellsnesi. Þaðan koma menn af ýmsum stöðum á landinu og gera út dagróðrabáta yfir sumartímann.
Náttúra
Skarðsvík
Andstætt meirihluta svartra sandstranda á Íslandi líkist Skarðsvík ströndum við Miðjarðarhafið með grænbláu vatni og dökku eldfjallalandinu í kring. Hafa skal í huga að öldurnar í Skarðsvík eru þekktar fyrir að vera kraftmiklar. Mælt er með því að heimsækja ströndina á háfjöru til að tryggja öryggi.
Náttúra
Gatklettur
Gatklettur eru leifar af berggangi þar sem sjórinn hefur rofið sérstætt gat á bergganginn. Mikið fuglalíf og brim er við Gatklett.
Saga og menning
Sönghellir
Sönghellirinn er norðan við Stapafell. Kunnur fyrir bergmál sitt,
Náttúra
Lóndrangar
Óvenju formfagrir tveir basalt klettadrangar, fornir gígtappar, sem rísa úti við ströndina. Hærri drangurinn er 75 m og hinn minni 61 m.
Áður fyrr var útræði hjá Lóndröngum og sagt er að 12 skip hafi verið gerð þaðan út þegar mest var. Lendingin var fyrir austan hærri dranginn og heitir þar Drangsvogur.
Lundar og fílar verpa í brekkum ofan við bjargbrúnir.
Náttúra
Stapafell
Stapafell er mænislaga móbergsfjall sem gengur suður úr undirhlíðum Snæfellsjökuls.
Það er 526 m hátt, bert og skríðurrunnið. Fellskross má finna efst á fjallinum, fornt helgitákn en fellið er talið bústaður dulvætta.
Hálendið
Búlandshöfði
Búlandshöfði er höfði sem gengur brattur í sjó fram milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur. Þar er góður áningastaður þar sem er mjög fallegt útsýni yfir Breiðafjörð allt til Barðastrandar og jafnvel til Grænlands ef veður er bjart. Einnig er þaðan mjög skemmtilegt sjónarhorn að Snæfellsjökli, yfir Fróðárrifið, upp í Fróðárheiði og út á Rif.
Náttúra
Öndverðarnes
Öndverðarnes er vestasti tangi Snæfellsness. Þar var, á árum áður, mikil útgerð og margar þurrabúðir en jörðin hefur nú verið í eyði frá 1945. Öndverðarnes er ríkisjörð og þar má sjá nokkrar rústir auk þess sem þar er rekinn viti en af hlöðnum minjum og ummerkjum má sjá að þar hefur verið mikið mannlíf áður fyrr. Þar má finna haglega hlaðinn og að nokkru yfirbyggðan brunn sem hægt er að ganga niður í eftir nokkrum þrepum. Brunnurinn, sem nefndur er Fálki, var áður eina vatnsból Öndverðarness og er hann ævaforn og friðaður. Sagan segir að í brunninum væri að finna þrjár ólíkar lindir, eina með fersku vatni, aðra með ölkelduvatni og þá þriðju með keim af salti.
Klettarnir við Öndverðarnes eru víða snarbrattir og freistandi er að kíkja fram af þeim og sjá sandborinn botninn speglast í grænum og bláum sjó.
Náttúra
Ólafsvíkurenni
Fjallið Enni er 418 metra hár Móbergsstapi. Gönguleið er upp á fjallið en eftir henni má einnig ganga til að líta á Foss, sem einnig nefnist Ólafsvíkurfoss. Lagt er upp frá upplýsingaskilti við vestanverða innkomu til Ólafsvíkur en þaðan er "stígur eða gamall slóði sem hægt er að fylgja langleiðina upp að fossbrúninni.
Náttúra
Snæfellsjökull
Snæfellsjökull er 1446 m hár og hefur oft verið kallaður konungur íslenskra fjalla. Jökullinn sért Víða á landinu og njóta margir fegurðar hans í fallegu sólsetri. Sumir finna sterk áhrif frá jöklinum og telja að hann sé ein af sjö stærstu orkustöðvum jarðar. Sagt er frá því í Bárðar sögu Snæfellsáss að Bárður hafi gefist upp á samneyti við fólk og að lokum gengið í jökulinn Upp frá því er Bárður af sumum talinn verndari svæðisins. Þeim sem hyggja á ferðir á Snæfellsjökul er bent á að kynna sér vel aðstæður og ástand jökulsins. Bendum á að akstur vélknúinna ökutækja á jökli er háð leyfi þjóðgarðsvarðar. Óvönu fólki er bent á að ganga á jökulinn með leiðsögumanni en nokkur fyrirtæki bjóða uppá ferðir á Jökulinn.
Náttúra
Djúpalónssandur
Djúpalónssandur er skemmtileg malarvík með ýmsum furðulegum klettamyndunum.
Á árum áður var þar útgerð og verbúðarlíf og þótti mönnum þar reimt. Frá þeim tíma eru 4 aflraunasteinar sem liggja undir kletti þegar komið er niður á sandströndina; Fullsterkur 154 kg, Hálfsterkur 100 kg, Hálfdrættingur 54 kg, Amlóði 23 kg. Vinsælt er að reyna krafta sína á steinunum.
Breski togarinn Epine GY 7 frá Grímsby fórst í aftakaveðri fyrir utan Djúpalónssand í mars 1948. Fimm skipsverjar lifðu slysið af en 14 manns fórust. Járn úr skipinu er á víð og dreif um sandinn.
Náttúra
Svöðufoss
Svöðufoss er fallegur foss í Hólmkelsá. Fossinn er 10 metra hár og fellur af fallegum basalt súlukletti með stuðlabergsumgjörð. Búið er að byggja bílastæði nálægt fossinum svo auðvelt að komast í nálægð við fossinn til að sjá og taka myndir. Gangan frá bílastæðinu að fossinum er aðeins um hálftími.
Náttúra
Vatnshellir
Vatnshellir er hraunhellir í suðurhlíðum Purkhólahrauns. Hellirinn er talinn vera um 5-8000 ára gamall. Vatnshellir er um 200 m langur og þar er hátt til lofts og vítt til veggja. Hellirinn hefur verið gerður aðgengilegur með hringstiga en umferð um hann er aðeins leyfð með leiðsögn.
Hraunhellar myndast meðan hraunið rennur og það er enn að storkna og kólna. Þeir verða til þegar kvika tæmist úr lokaðri hraunrás, þegar hraunhella lyftist eða þegar kvika sígur undan storknuðu yfirborði. Nokkrir stórir dropsteinar hafa myndast í hellinum sem hafa verið lagfærðir eftir skemmdir.
Á sumrin eru ferðir daglega milli 10:00 og 18:00, á veturnar 2 ferðir á dag. Skráning og nánari upplýsingar í síma, á netfangi vatnshellir@vatnshellir.is, vefsíða: www.vatnshellir.is.
Nauðsynlegt er að vera vel klæddur og með hanska því kalt er í hellinum. Hjálmar og höfuðljós eru útveguð af leiðsögumönnum. Ferð í Vatnshelli tekur um klukkustund.
Náttúra
Írskra brunnur - Gufuskálavör
Örstutt og létt gönguleið sem hentar flestum. Tvær af merkari söguminjum Snæfellsness sem heimsóttar eru hér og nauðsyn að skoða og sjá. Ekið er eftir stuttum vegslóða út af veginum rétt sunnan við Gufuskála. Þar er gott bílastæði, beint við Írskra brunn og þaðan gengið að Gufuskálavör og til baka.
Upplýsingamiðstöðvar
Upplýsingamiðstöðin Þjóðgarðinum Snæfellsjökli (Svæðismiðstöð)
Handverk og hönnun
Salthúsport
Handverk og hönnun
Gallerí Jökull
Handverk og hönnun
Útgerðin
Aðrir
- Böðvarsholt
- 356 Snæfellsbær
- 867-4451