Flýtilyklar
Hótel Búðir
Hótel Búðir var stofnað 1948 og hefur það, síðan þá, öðlast fastan sess í íslenskri menningu.
Gisting
Á hótelinu eru 28 herbergi sem öll hafa sinn eigin persónuleika og sérstöðu. Herbergjunum er skipt upp í fjóra flokka sem eru loft herbergi, standard herbergi, deluxe herbergi og ein master svíta með útsýni að Snæfellsjökli.
Veitingar
Veitingastaðurinn hefur í mörg ár verið í sérflokki og er þekktur fyrir einstaka fiskrétti. Lögð er sérstök áhersla á hráefni úr nánasta umhverfi og hefur náttúran í kringum hótelið nýst vel í gegn um tíðina.
Ráðstefnur og viðburðir
Hótel Búðir hafa á síðustu árum sannað sig sem kjörin staðsetning fyrir fundi og ráðstefnur, ásamt því að vera vinsæll staður fyrir brúðkaup og aðra stórviðburði.
Umhverfi
Hótel Búðir eru umvafðar kyrrð, fegurð svo ekki sé talað um kraft jökulsins sem er nánast áþreifanlegur allt um kring.
Búðarkirkja stendur við hliðina á hótelinu og er þekkt sem ein fallegasta kirkja landsins.
Búðir, Staðarsveit
435-6701
Hótel Búðir - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands