Flýtilyklar
Icelandair hótel Hamar
Icelandair hótel Hamar er nýlegt og glæsilegt hótel á Vesturlandi á rólegum stað við golfvöllinn Hamar í þjóðleið rétt utan við Borgarnes (ca. 5 mín. akstur frá Borgarnesi). Hér er hægt að njóta kyrrðarinnar í sveitinni en öll þjónusta er þó innan seilingar. Útsýnið yfir Borgarfjörð er stórbrotið og veitingastaður hótelsins hefur getið sér gott orð fyrir frábæran mat og faglega þjónustu. Öll hótelherbergi eru með eigin útgangi út í hótelgarðinn og smá verönd. Herbergin eru vel útbúin og má þar nefna hita í gólfum sem heldur hita á gestum í hvaða veðri sem er.
Eiginleikar:
- 54 herbergi
- 4 herbergi innréttuð sérstaklega fyrir fatlaða
- Staðsett á 18 holu golfvelli
- Næg bílastæði fyrir framan hótelið
- Bar/Setustofa
- Flottir fundar- og veislusalir
- 600 Vildarpunktar fást fyrir hverja gistinótt
- Frítt internet
- Heitir pottar
- Fyrsta flokks veitingastaður og veisluþjónusta
- Dásamlegt útsýni
Golfvöllurinn

Sumarið er okkar - Sumartilboð
Icelandair hótel bjóða frábær sumartilboð á Akureyri, Egilsstöðum, Flúðum, Borgarnesi og við Mývatn og einnig á Hilton Reykjavík Nordica.
Uppgötvum okkar eigið Ísland og njótum þess að ferðast innanlands. Hvernig er Ísland með þínum augum?
Verð fyrir tvo: 19.900 kr. í eina nótt ásamt morgunverði.
Verð: 14.900 kr. nóttin ásamt morgunverði séu bókaðar fleiri en ein nótt.*
*Næturnar þurfa ekki að vera á sama hóteli en verða að vera í dagaröð.
*Gildir ekki með öðrum tilboðum nema Sumartilboði Hótel Eddu.
Ertu að skipuleggja ferðalag hringinn í kringum landið?
Bókaðu gistingu hjá Icelandair hótelum fyrir 14.900 kr. nóttina, með morgunverði, fyrir tvær eða fleiri nætur.
*Næturnar þurfa ekki að vera á sama hóteli en verða að vera í dagaröð.
Til að bóka gistingu á fleiri en einu hóteli vinsamlegast hringið í okkur í síma 444-4570.
Utan hefðbundins skrifstofutíma vinsamlegast hringið beint í hótelið:
Akureyri: 518-1000 | Mývatn: 592-2000 | Hérað: 471-1500 | Hilton Reykjavík: 444-5000 | Flúðir: 486-6630 | Hamar: 433-6600
Börnin gista frítt í allt sumar!
Við bjóðum fjölskyldur velkomnar að gista hjá okkur á betri kjörum.
Hægt er að bóka fjölskylduherbergi, fá aukarúm eða dýnur inn á herbergin og auðvitað velkomið fyrir þau yngstu að sofa upp í.
Uppfærsla í fjölskylduherbergi, aukarúm, dýnur í herbergin og morgunverður verður ókeypis fyrir börn 12 ára og yngri í sumar svo lengi sem bókunarstaða leyfir.
Vinsamlegast athugið að takmarkað magn er af fjölskylduherbergjum og aukarúmum og gildir reglan fyrstur bókar - fyrstur fær.
Engin aukarúm né fjölskyldurherbergi eru á Flúðum.
Engin fjölskyldurherbergi eru á Héraði og hægt að koma fyrir einni dýnu að hámarki í hvert herbergi.
Fjölskyldur sem þurfa aukaherbergi fá nóttina á 14.900 kr. fyrir hvert herbergi
Séu börnin eldri en 12 ára eða aukarúmin öll frátekin, bjóðum við fjölskyldum að fá auka herbergi og þá lækkar verðið niður í 14.900 á herbergi.
Verð fyrir tvö herbergi ásamt glæsilegum morgunverði fyrir alla fjölskylduna: 29.800 kr.
Til að bóka aukarúm fyrir börnin eða auka herbergi vinsamlegast hringið í okkur í síma 444-4570.
Utan hefðbundins skrifstofutíma vinsamlegast hringið beint í hótelið:
Akureyri: 518-1000 | Mývatn: 592-2000 | Hérað: 471-1500 | Hilton Reykjavík: 444-5000 | Flúðir: 486-6630 | Hamar: 433-6600
Icelandair hótel Hamar - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands