Flýtilyklar
Traðir Gistiheimili
Traðir er lítið gistihús alveg við sjávarsíðuna, staðsett við vestari endann á Löngufjörum og býður upp á gistingu í uppábúið rúm í 6 x 2ja manna herbergi og 2 herbergi með kojur. Morgunmatur innifalin. Kaffihús og veitingastaður opið daglega frá 1. maí til 1. október.
Tilvalinn staður fyrir þá sem vilja koma og leika sér á hestum á fjörunum hvort sem þeir vilja koma með eigin hesta eða fara með hestaleigunni sem er á staðnum. Einnig er hægt að koma og fá sér kaffi og njóta hinnar miklu náttúrufegurðar sem staðurinn býður upp á.
Gistiaðstaða, hestaleiga, veiðileyfi í Staðaránni og veitingasala á staðnum. Erum með fína aðstöðu fyrir hópa sem vilja sjá um sig sjálfir og geta þá pantað aðgang að eldhúsi.
Nóg af beitarhólfum fyrir hestana, góð aðstaða til að geyma reiðtygi og leggja á. Einungis 5 mínútna reið niður að fjörunni.
Traðir
Traðir Gistiheimili - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands