Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Samgöngur

10010-157-558.jpg
Samgöngur

Hvort sem ætlunin er að aka um á eigin vegum, ferðast með rútu eða fara gangandi, hjólandi
eða jafnvel fljúgandi um landið, er af nógu að taka.

Almenningssamgöngur

Strætisvagnar ganga daglega um allt höfuðborgarsvæðið og þeir eru
einnig með áætlunarakstur út á land. Hægt er að kaupa sérstaka miða til að nota í
strætisvagnana eða kort í mismunandi verðflokkum, sem henta fólki sem notar strætisvagnana
mikið.

Vagn 57: Reykjavík Mjódd – Akranes – Borgarnes – Blönduós – Sauðakrókur – Akureyrir v.v.
Vagn 58: Borgarnes – Stykkishólmur v.v.
Vagn 59: Borgarnes – Búðardalur – Hólmavík v.v.
Vagn 81: Borgarnes – Reykholt v.v.
Vagn 82: Stykkishólmur – Grundarfjörður – Ólafsvík – Hellissandur v.v.

Frekari upplýsingar Strætó

Bílaleigur

Fjöldinn allur er af bílaleigum um allt land. Sumar eru hluti af alþjóðlegum
keðjum, aðrar í einkaeigu. Það getur verið mismikill verð- og gæðamunur á milli bílaleiga og
því æskilegt að skoða vel alla valmöguleika.

Ferjur

Baldur gengur á milli Stykkishólms og Brjánslæks með viðkomu í Flatey. Frekari upplýsingar er að finna á vef Sæferða

Innanlandsflug

Gaman er að upplifa Vesturland út lofti með flugvél eða þyrlu.

Rútuferðir

Rútur ganga um allt landið. Sumar leiðir er ekið allan ársins hring, en
aðrar eru aðeins opnar yfir sumartímann. Hægt er að nálgast kort sem sýna allar rútu- og
strætisvagnaferðir um landið, meðal annars á upplýsingamiðstöðvum ferðamála.

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 7.400 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík Bjarteyjarsandur