Fara í efni

Staðarstaður á Snæfellsnesi

Staðarstaður á Snæfellsnesi, eða Staður á Ölduhrygg er sögufrægt prestsetur og kirkjustaður. Þar var prestur Ari fróði árin 1076-1148. Hann er þekktur fyrir ritun sína á Íslendingabók, sem er elsta og eitt merkasta sagnfræðirit Íslandssögunnar.  

Minnisvarði um Ara fróða eftir Ragnar Kjartansson stendur skammt frá kirkjunni. Núverandi kirkja er steinsteypt, reist á árunum 1942- 1945, og tekur um 100 manns í sæti.  

Mýrlent er í Staðarsveit, vötn mörg og keldur og höfuðleiðin nær eftir endilangri sveitinni eftir hinum svonefnda Ölduhrygg sem er allhár malarkambur. Það er sagt að í fyrndinni hafi bónda einum á staðnum, Grana að nafni, hugkvæmst að hlaða garð um hrygginn þveran. Hafði hann eitt hlið á garðinum, sat þar fyrir ferðalöngum og krafðist vegatolls. Illa undu menn skattheimtunni og fannst Grani einn morgun, hangandi suður við annan hliðstólpann. Enn telja menn að sjáist leifar Granagarðs og hefur hann verið mikið mannvirki.  

Á þessari öld sátu staðinn prestar sem af mörgum eru taldir kveikja að séra Jóni prímusi í bók Halldórs Laxness, Kristnihald undir jökli. Einn þeirra, sem löngum sat í smiðju sinni, fann m.a. upp hið alkunna áhald, berjatínuna. Því má segja að sögusvið Kristnihaldsins sé að nokkru leiti komið til á Staðastað. 

Staðarstaður á Snæfellsnesi

Staðarstaður á Snæfellsnesi

Staðarstaður á Snæfellsnesi, eða Staður á Ölduhrygg er sögufrægt prestsetur og kirkjustaður. Þar var prestur Ari fróði árin 1076-1148. Hann er þekktur
Ölkelda á Snæfellsnesi

Ölkelda á Snæfellsnesi

Við bæinn Ölkeldu á Snæfellsnesi er laug þar sem koldíoxíð (CO2) kemur upp með grunnvatninu. Leyfilegt er að smakka á ölkelduvatninu sem margir telja

Aðrir (2)

Gistiheimilið Hof Hofgarðar 356 Snæfellsbær 8463897
Sögufylgja Álftavatn 356 Snæfellsbær 848-2339